Hlín - 01.01.1936, Side 29
Hlín
27
kristnum mönnum og konum ber að láta litband trúar,
vonar og kærleika — vits, tilfinningar og vilja — lýsa
yfir og fegra umhverfi sitt. Eða ættum vjer að hafa að
engu orð Krists um ljósið, sem ekki má setja undir
mæliker veraldarhyggjunnar; og um saltið, sem eitt
fær varið menninguna rotnun og fúa, og má því ekki
sjálft dofna? —■
En snúum oss enn að líkingunni af endurspeglun.
Minnumst þess, að hjer í efnisheiminum eru til ljós-
lausir geislar, dimmir geislar — sumir að vísu gagn-
legir, en aðrir banvænir. Einnig í heimi andans eru
til dimmir dauðans geislar, sem brotna og endurspegl-
ast sál frá sál. Geislana þá hefur fjöldi „kristinna"
manna gert sjer að leikfangi og lifibrauði. Það er fyrir
endurspeglun af þessu tagi að vjer heyrum hvarvetna
kveða við blótsyrðin og ókvæðisorðin af vörum ungra,
óvita barna. Það er fyrir hefð og kraft þessa endur-
skins, að vjer getum beðið þess og vonað það, en ekki
sjeð það örugglega fyrir, að þessari fögru æsku, sem
nú lætur vígjast kristilegri vígslu, takist að ganga götu
verulegs manndóms og hreinleika. Það er svo um
kristna menn, að oft sjer þar lítil merki skírnar og
fermingar. Dimmu geislarnir, illu áhrifin, liggja í
leyni, eins og snákar, í skúmaskotum mannlífsmyrkv-
anna, og margt glæsilega ungmennið hefur orðið þeim
að bráð. Um það á jafnvel vor litla, og tiltölulega vel
innrætta þjóð, ekki svo fáar átakanlegar harmsögur. —
Samt megum vjer eigi láta óttann við óorðin, en
hugsanleg hretviðri skyggja á ljós og gleði þessarar
líðandi stundar. Því að nú er vor og vonir í lofti.
Þjer sjáið fyrir yður óvenju stóran hóp blómstrandi
mannlegrar æsku. Jeg þekki orðið þessi börn vel. Og
jeg veit að öll geta þau orðið nýtar og góðar mann-
eskjur, ef þau fá svigrúm til þess, — ef þau fá frið til
þess, fyrir hinum síiðnu spillingaröflum mannlegs sam-