Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 31
Hlín
29
rækni. Og jeg get fullyrt, að þeim er flestum, eða öll-
um all-geðfelt að koma í kirkju. Jeg mundi sjá þau í
kirkju nokkurnveginn reglulega, ef — ef fordæmi
hinna eldri, landsbragurinn, væri ekki gersamlega lam-
andi í því efni fyrir lítt mótaða æskuna. Því að nú er
í kirkjulegum efnum, búið að hinum ungu eins og
manni, sem hefur allt í fangið — brekkuna, storminn
og blindhríðina. Til að sigrast á slíkum tálmunum
þyrfti þroskaðri skilning og harðgerðara sjálfstæði en
unt er að ætlast til af börnum.
Óneitanlega er það dálítið úfinn og ótryggilegur
heimur, sem nú opnar hlið sín þessum ungmennum.
En það er þá jafnframt heimur, sem brennir hismið og
skýrir gullið, og skapar sönnum og máttugum mönn-
um háleitt verkefni. Látum því í dag engan skugga
falla á birtu vors og vona. Ástúðlega og fagnandi heils-
um vjer þessum verðandi mönnum og konum, og biðj-
um þeim guðlegrar gæfu. Óttumst eigi. Því að þótt allt
sje nú á hverfanda hveli um viðhorf og verðmæti, og
áhyggjuefnin mörg, þá ber þó því að treysta, að
í hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er alt vort strið,
liið minsta happ, hið mesta fár,
hið milda djúp, hið litla tár.
1 almáttugri hendi hans
er hagur þessa kalda lands,
vor vagga, braut, vor bygð og gröf,
þótt búum við hin ystu höf«.
Nú fel jeg þessari bygð og þessari þjóð þessa mína
elskulegu nemendur til mannúðlegrar umgengni í hví-
vetna. Reynum að vera þeim góð og rjettlát. Vörumst
af öllum mætti að kasta á þessi börn köldum, dimm-
um, deyðandi geislum. Guðlegan arf eigum vjer frá
Kristi og kynslóðum hans — ljós og litband trúar, von-