Hlín - 01.01.1936, Side 33
um haf. Svo fóru fleiri, og að lokum stórir hópar. Allir
hjeldu þeir í sömu áttina — vestur, og allir í sömu er-
indagerðum — að leita sjer fjár og frama, gengis og
gæfu.
Ekki voru það víkingasynirnir einir, sem snortnir
voru af þessum æfintýraanda, heldur og systur þeirra,
víkingadæturnar. Margar fóru þær vestur í fylgd með
mönnum sínum og börnum, en margar einar síns liðs.
Þær leituðu að tækifærum til að bæta kjör sín og
sinna, og trúðu því fastlega, að Vesturheimur gæfi þau
margfalt fleiri og betri, en ættlandið kæra en fátæka
átti ráð á.
Þessar konur, sem þannig tóku sig upp frá ættland-
inu, frá vinum og vandamönnum og öllu, sem þeim var
eðlilegast og kærast, og stefndu í vestur, út í óvissuna,
en með trú á framtíðina, eru konurnar, sem við viljum
minnast hjer í dag — hugprúðu, þrautseigu, sigursælu
írumher j akonurnar.
Til þess að geta gert sjer ljósa grein fyrir eðli og
eiginlegleikum íslenskrar þjóðar, og þá líka íslenskrar
kvenþjóðar, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir ís-
landi sjálfu, því að ekki er það tilviljan, sem skapar
þjóðareinkenni, heldur umhverfið, lífsskilyrðin, lífs-
kjörin. Nú hafði íslensk þjóð alið aldur sinn um þús-
und ára skeið á eyjunni „norður við heimskaut í sval-
köldum sævi.“ Þar höfðu meðfædd þjóðareinkenni lag-
ast og þroskast í samræmi við staðhætti, þar hafði hún
framfleytt lífinu að mestu leyti af afurðum landsins,
svo hrjóstrugt sem það var, því vegna fjarlægðar frá
öðrum löndum voru aðrar bjargir bannaðar.
Satt er það, „Landið er fagurt og frítt“ og „Himininn
heiður og blár, hafið skínandi bjart.“ Þegar sú hlið
náttúrunnar blasti við, var gott að lifa á íslandi. En
breyttist svipurinn svo, að við horfði eldar, ísar og úf-
inn sjór, þá harðnaði í ári. Þá reyndi á krafta og karl-