Hlín - 01.01.1936, Síða 37
Hlín
35
bannaði þeim að ganga mentaveginn samhliða bræðr-
um sínum.
Einmitt um það leyti, sem vesturferðir hófust frá ís-
landi, var stórkostleg breyting á tíðarandanum að
ryðja sjer til rúms um allan heim. Konur voru að
vakna til meðvitundar um, að þær ættu heimting á
sömu hlunnindum og karlmenn. Og hinn mentaði
heimur var að vakna til meðvitundar um, að í þessu
hefðu þær rjett fyrir sjer. Og íslenska kvenþjóðin, sem
vestur flutti, áttaði sig fljótt á því, að í nýja umhverf-
inu voru tækifærin til að svala mentaþránni margfalt
fleiri og auðfengnari en á gamla landinu. Og nú ljetu
frumherjakonurnar til sín taka. Dætur þeirra skyldu
þó fá að njóta mentunarinnar, sem þær sjálfar höfðu
ekki átt kost á. Og svo var unnið, og svo var sparað,
og svo fóru þær sjálfar á mis við flest þægindi, til þess
að kleift væri að setja ungmeyjarnar til menta. — Og
þær, dæturnar, sannar dætur mæðra sinna, spöruðu
heldur ekki kraftana. Þær kunnu að neita sjer um flest
þægindi, til að geta haldið í áttina við námið. Þess
vár heldur ekki langt að bíða að tekið væri eftir gáf-
um, þreki og þolgæði þessara íslensku námsmeyja,
rjett eins og tekið var eftir sömu hæfileikum hjá ís-
lenskum námspiltum.
Nú, eftir rúmlega sextíu ára dvöl hjer í álfu, hafa
konur af íslenskum ættum rutt sjer braut á flestum
sviðum menta, bæði bóklegra og verklegra. íslenskar
konur hafa getið sjer orðstír sem lögfræðingar, læknar
og hjúkrunarkonur. Þær hafa látið til sín heyra sem
skáld, rithöfundar og söngkonur. Þær hafa skipað á-
byrgðarstöður sem kennarar og í öðrum embættum.
Þær hafa látið til sín taka á sviðum kaupsýslu og verk-
legra framkvæmda. Og á öllum sviðunum eru það
sömu eiginleikarnir, sem hafa verið þeim lyftistöng
3*