Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 40
38
Hlín
sínu voru og eru íslenskar konur sjerstaklega konur
heimilanna, vegna þess hvað íslensk heimili hafa um
aldaraðir verið einkennilega sett og hafa mátt til að
iðka það að vera sjálfum sjer nóg að langmestu leyti.
— Rithöfundur einn hefur komist svo að orði, að lík-
lega sjeu tólf mætustu konur landsins konur, sem ekki
þekkist utan heimila sinna. Um sannleiksgildi þessarar
staðhæfingar skal jeg ekki reyna að dæma. En hitt er
áreiðanlegt, að sje akur heimilisins ræktur samvisku-
samlega og vel, þá er það úr þeim akri, sem vænta má
mestu, bestu og varanlegustu ávaxtanna.
Það verður ekki ofsögum af því sagt hversu ólíkar
voru ástæðurnar, sem farið var frá á fjallalandinu ís-
landi, þar sem kvikfjárrækt og fiskiveiðar voru aðal-
atvinnuvegirnir og þeim, sem við tóku í Vesturheimi,
landi akuryrkju, iðnaðar og verslunar. Það sætti undr-
un, hversu fljótt og vel íslenskum frumherjakonum
tókst að setja sig inn í hin nýju kjör. — Miklum breyt-
ingum hafa og lífskjörin hjer í landi tekið þessi sextíu
ár eða freklega það, sem liðin eru frá landnámstíð. En
allan þennan tíma hafa frumherjaeinkennin auðsjáan-
lega lifað með þjóðflokki vorum, því íslenskar konur
hafa stöðugt fylgst með tímanum og það í broddi
fylkingar.
Enn koma breytingarnar óðfluga — sjálfsagt enn
örar nú, en dæmi hafa verið til áður. Þær steðja að á
sviðum atvinnumála og mentamála, á vegum heimilis-
lífs og fjelagslífs — já, alstaðar. Sumar eru þessar
nýjungar ágætar og bera í sjer möguleika til framfara
og þroska. En með þeim slæðist gjarnan ýmislegt var-
hugavert. Það er því' að öllum líkindum enn brýnni
þörf á göfugum frumherjum nú, en nokkru sinni fyr,
þörf á konum, eigi síður en körlum, sem hafi nóg and-
ans og líkamans atgerfi til að greina, velja og vinna að
öllu því þarfasta og besta, sem tíminn færir með sjer.