Hlín - 01.01.1936, Page 41
Hlín
39
Mæður okkar arfleiddu okkur að sínu ramíslenska
andlega eðlisfari, eins víst og þær arfleiddu okkur að
svip og ytra útliti. Þann arf megum við ekki láta glat-
ast. Það er skylda okkar að gefa hann óskertan dætr-
um okkar, og kenna þeim svo að meta, og svo með að
fara, að enn megi um langan aldur sannar, íslenskar
frumherjakonur byggja og byggja upp þetta land.
Þetta skuldum við sjálfum okkur, afkomendum okkar
og landinu, sem svo vel uppfylti vonir um gengi og
gæfu þeirra, er beindu braut sinni vestur.
(„Árdís“ 1935).
Garðyrkja.
Um ræktun gulrófnafræs.*
Ræktun gulrófnafræs hefur verið stundað hjer í
Rangárvallasýslu, einkum í Fljótshlíð og undir Eyja-
fjöllum, um langan tíma, mjer er óhætt að segja í 70
ár, og jafnan með góðum árangri. Jeg hef stundað
þessa ræktun, þó í smáum stíl sje, um 45 ára bil og af
þeirri reynslu, er jeg hef fengið, er mjer óhætt að full-
yrða, að með sæmilegri umhirðu þarf það ekki að
bregðast, og vil jeg nú lýsa aðferðinni við ræktun þess.
Áður en mikil frost koma eru fræmæðurnar teknar
!|!) Sæmundur skrifar: »Síðan »Hlín« fór að auglýsa gulrófu-
fræ mitt, hefur eftirspurn aukist, svo að jeg get nú ekki
fullnægt henni lengur«.
Það ættu fleiri að leggja fyrir sig gulrófufrærækt. —
Væri það ekki tilvalið fyrir nýbýlin! Og hvað mætti segja
um rabarbarann, sem aldrei er nógur á markaðinum, og viltu
berin, af þeim rotna ógrynnin öll niður á hverju hausti. —
Fjallagrasamaður »Hlínar« segist heldur ekki geta fullnægt
eftirspurninni, Ritstj.