Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 42
40
Hlín
frá, og eru valdar til þess einhalarófur, sprungUlausar
og sljettar utan, þær eru svo geymdar á köldum og
björtum stað, en sem þær þó ekki frjósa á, að mun. Ef
þær hafa blómgað, sem þær helst ekki mega framan af
vetri, mega þær alls ekki frjósa. — Strax og hlýnar í
veðri, og klaki er leystur úr jörð, eru þær gróðursett-
ar, og er gott að setja þær fyrst þjett saman, sem sagt
hverja við aðra, og er þá hægra að skýla að þeim, ef
frost gerir eftir að þær eru gróðursettar, flytja þær
síðan, er betur hlýnar, á þann stað, er þær eiga að vaxa
á um sumarið.
Þegar fræið er fullþroskað, sem oftast mun vera í
22. viku sumars, eru njólarnir með skálpunum skornir
upp og bundnir í smáknippi og hengdir inn í hús, þar
sem þeir þorna, en ekki mega þeir þorna svo, að fræ-
ið detti af þeim. Áður en að því kemur verður að láta
þá í gisinn poka, hann verður svo að hafa við blástur,
svo fræið þorni vel. Þegar kemur fram á vetur, er fræ-
ið tekið úr og geymt þar sem ekki kemst raki að því,
það þolir nokkuð mikið og nær ótakmarkað frost, ef
það aðeins er þurt. Fræmæðrunum verður að velja
þurran stað á móti suðri, og verður að skýla vel að
þeim, og sjá um að njólamir leggist ekki út af vegna
veðurs og þunga síns. — Vel verður að bera í, og mun
vera rjettast að nota til þess hrossatað.
Sæmundur Einarsson,
Stórumörk undir Eyjafjöllum.
Garðyrkjuskýrsla 1935.
Þegar gefa skal skýrslu er með því meint að gefa
yfirlit yfir unnin störf og árangur þann, er fengist
hefur. En nú er það svo, að þar sem um leiðbeiningar
í nýrri grein, sem er á byrjunarstigi, er að ræða, þá
er ekki ávalt gott að sýna árangurinn í tölum á papp-