Hlín - 01.01.1936, Page 43
Hlín
41
írnum, þó hann hafi einhver orðið. — Þar sem komið
er að öllu köldu og dauðu, í andlegum skilningi talað,
verður það fyrsta viðleitnin að reyna að kveikja upp
einhvern neista af skilningi og vilja. Og ekki verður
það mælt í tunnum eða metið á vigt. En • þessi fyrstu
spor til framkvæmda eru þó ekki hvað minst virði.
Væru þau ekki stigin, yrði ekki byrjað á framkvæmd-
um, —
Það hefur t. d. stundum verið sagt við mig: „Ætli
það sje ekki best að þú sáir einhverju í beð, fyrst þú
ert komin!“ — Fengið hef jeg svo að sjá á slíkum stöð-
um árið eftir garð fullan af sæmilega sprottnu græn-
meti, sem húsmóðurinni finst ómissandi búsílag^ „Jeg
held að jeg vildi ekki missa garðinn minn,“ er farið að
verða orðtak hjá mörgum húsfreyjum. — Engin vand-
ræði eru nú orðið að fá fólk til að borða allskonar
garðamat. — Jeg hef haft þann sið að matreiða græn-
metið á bæjunum í hverri umferð, jafnóðum og það
hefur sprottið. Mjer hefur fundist það gefast vel, og
konur fylgjast best með á þann hátt. — Jeg veit ekki
hvað segja skal um þetta síðasta garðyrkjutímabil —
í sveitunum sunnan Skarðsheiðar hefur ekki fyr ver-
ið garðyrkjuleiðbeining, og þar hefur áhugi víða vakn-
að og árangur orðið góður. — Tíðin var óhagstæð í
vor seinni partinn, þar sem svo miklir þurkar og kuld-
ar voru langvarandi. Einkum voru sandgarðar illa
staddir. Þó varð uppskera af höfuðkáli og ýmsu græn-
meti góð, og sumstaðar ágæt, þar sem garðar voru best
hirtir. En skemdir á kartöflum voru nokkrar í sumum
görðum. —
Eins og venja er til fór jeg þrjár umferðir. Síðustu
ferðina fór jeg nokkuð seint, með það fyrir augum, að
þá ættu karlmenn hægra með að vinna að undirbún-
ingi skrúðgarða o. fl., þegar rjettir og mestu haust-
annir eru um garð gengnar. Þetta gafst mjer líka vel,