Hlín - 01.01.1936, Síða 45
Hlín
43
þvi starfi, sem kvenfjelögin hafa þegar int af hendi í
þessu efni, því það er mikið og gott verk, og jeg held
einhver sú besta hjálp, sem hægt er að veita heimilum,
þar sem lítill vinnukraftur er. — Jeg á við, að það sje
of hljótt um þessa starfsemi kvenfjelaganna. Þegar tal-
að er um garðrækt í Útvarpinu, kemur það ekki fyrir
að minst sje á að kvenfjelög landsins eigi nokkurn
þátt í framgangi þess.
Nú er blessað sumarið að. kveðja. í þetta sinn fer
það grátandi. Jeg kveð það með hjartans þökk fyrir
tækifærin mörgu, er það hefur fært mjer, og óska að
það komi aftur, svo fljótt sem það getur, með bros á
brá.
Síðast í október 1935.
Arndís Þorsteinsdóttir.
Heimilisiðnaður.
Ástand og horfur.
Ávarp sent S. N. K. í júní 1936.
Um leið og jeg sendi Sambandsfundi norðlenskra
kvenna kæra kveðju mína og bestu óskir um fram-
gang góðra mála, vil jeg leyfa mjer að senda fundinum
greinargerð um heimilisiðnaðarmál alment og sjer-
staklega í sambandi við tillögur þær, er bornar verða
fram á íundinum.
Tímarnir eru erfiðir sem kunnugt er. Fjárhagsleg af-
koma einstaklinga og þjóðarinnar í heild mjög á hverf-
anda hveli. Að mínu áliti veltur það mjög mikið á
því, hvernig konurnar í landinu snúast við þessum
vandræðamálum, hvort það tekst að rjetta við hag
þjóðarinnar eða ekki. Svo mikla trú hef jeg á íslensk-
um konum og áhrifum þeirra,