Hlín - 01.01.1936, Side 46
44
Hlín
Mikill hluti af fjármunum þjóðarinnar fer um hend-
ur kvenna til fata, matar o. fl. Jeg vona að konurnar,
eldri og yngri, í sveitum og kaupstöðum, hafi þá á-
byrgðartilfinningu að þær finni sig knúðar til að reyna
að lyfta því Grettis-taki að rjetta við fjárhag þjóðar-
innar, þær geta haft ’stórmikil áhrif í því efni, ef þær
eru samtaka og ef þær vilja.
Margar sögur fara af því hjá öðrum þjóðum, að á
örlagaþrungnum stundum hafi konur látið af höndum
dýrgripi sína til hjálpar þjóð sinni. Þessi hrifning og
eldmóður vekur aðdáun okkar og virðingu, en það
þarf meiri þroska og manndóm til þess með seiglu og
viljafestu, sjálfsafneitun og nægjusemi að yfirvinna
fjárhagsörðugleika heillar þjóðar.
Jeg veit það, að fjöldi einstaklinga í bæjum og sveit-
um landsins hafa unnið að þessari göfugu hugsjón ár-
um saman. Það hafa kvenfjelög landsins einnig gert
með góðum árangri. Þau fjelög eru nú starfandi í
flestum sveitum og bæjum, þau hafa mörgum bestu og
víðsýnustu konum landsins á að- skipa, hafa aflað sér
álits með störfum sínum og hafa á mikilli reynslu að
byggja. Kvenfjelögin þurfa enn sem fyr, og þó ákveðn-
ara, að vinna að settu marki, vegna erfiðleika þjóðar-
innar, og kenna meðlimum sínum æ betur og betur að
skilja og meta samtökin.
Verkfœri. — Kvenfjelögin hafa með stórmyndarlegri
aðstoð Verkfærakaupasjóðs og Búnaðarsambandanna
mikið aukið verkfæraeign landsmanna til heimaiðju,
og bætt þannig efnalega afkomu fjölda manns. Þau
þurfa að beita sjer fyrir því, að fá fleiri kembiverk í
landið, sjerstaklega er Austfirðingafjórðungur illa sett-
ur í því efni.
Vefnaður. — Kvenfjelögin þurfa á komandi ári að
beita sjer fyrir því, og hafa samtök um það, að auka
stórkostlega vefnaðinn í landinu. Mörg kvenfjelög eiga