Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 47
Hlín
45
góða vefstóla, en nota þá lítið, þetta má ekki svo til
ganga. Vefnaðurinn er veigamesta handavinnan og
göfugasta. Kvenfjelögin ættu annaðhvort að fá sjer
góða vefjarkonu og greiða henni dagkaup, og færi hún
á milli með vefstólinn, eða hafa umferðarleiðbeinanda,
sem hjálpaði til að setja upp og koma öllu á stað,
hvorttveggja hefur gefið góða reynd. — Vefstólakaup
eru ekki mjög tilfinnanleg, þegar styrkur fæst til
þeirra og þeirra áhalda, sem þeim fylgja. Góður vef-
stóll með áhöldum fæst fyrir 200—250 kr. En mörg
heimili fá nú stórar prjónavjelar (til afnota aðeins
fyrir eitt heimili, verð 400—500 kr.) og fá styrk til
þeirra. '
Kvenfjelögin þurfa að ámálga við verslanir að hafa
útlent vefjarefni, gott, til sölu og vefjarskeiðar. Öll
stærri kaupfjelög landsins hafa verið beðin að hafa
þetta til, ásamt góðum ullarlitum. Sömuleiðis mun
Gjaldeyrisnefnd leyfa innflutning á þessum vörum.
Vefnaðarvöruinnflutningur er nú svo takmarkaður, að
nefndin er neydd til að leyfa e/nisinnflutning til fatn-
aðar.
Metnaðarmál þjóðarinnar þarf að verða það, að hún
klæði sig sem mest sjálf.
Þjóðbúningurinn. — í sambandi við þetta mál mætti
benda á það, að mikið fje mundi það spara þjóðinni,
ef konur notuðu alment íslenska þjóðbúninginn, a. m.
k. sem sparifatnað. Um það mál ættu að vera samtök
í kvenfjelögunum og njóta þar aðstoðar skólanna.
Söluframleiðsla. — Það má teljast vel að verið, ef
fólk í sveitum getur unnið föt upp á sig og sína. —
Ef á að framleiða söluiðnað, eiga bæjabúar að gera
það, þar er atvinnuleysi á vetrum og að ýmsu leyti
betri aðstaða. Sem dæmi um að þetta er framkvæm-
anlegt, vil jeg skýra frá reynslu minni í þessu efni
undanfarandi 3 ár. — Jeg gerði tilraun með það í