Hlín - 01.01.1936, Page 48
46
tílín
Reykjavík í 2 vetur að framleiða grófan prjónaiðnað
(háleista aðallega), og hafði um það samvinnu við inn-
flutningsnefnd. Kaupmenn voru fúsir til að kaupa vör-
una og greiddu hana út í hönd (heildsöluverð, engin
álagning, aðeins reiknað efni og vinna, sannvirði).
Þegar sýnt var að fá mátti markað fyrir vöruna,
bæði handprjónaða leista, sjósokka og peysur og pant-
anir voru miklar, vildi jeg reyna að gera einnig til-
raun með þessa framleiðslu í kaupstöðum norðanlands
og hef verið þar í vetur og leiðbeint fólki um þessi
vinnubrögð, lagt því til allt verkefni vel hreint ög sjeð
um sölu á vörunni. — Það hefur verið mikið unnið,
bæði í Reykjavík og á Norðurlandi. Margar konur,
bæði eldri og yngri, spunnu toglopann á rokka sína og
reyndist það vel. Það var mikil eftirspurn eftir spuna.
Menn hafa verið vinnunni mjög fegnir og int hana
vel af hendi. — Á Siglufirði, Sauðárkróki, Blönduósi
og Húsavík var jeg nokkurn tíma, og tóku bæði al-
menn kvenfjelög og verkakvennafjelög höndum saman
um framkvæmd þessara mála í framtíðinni og lánuðu
sumstaðar úr sjóðum sínum til efniskaupa.
Það gladdi mig mjög að sjá, hve góðan skilning
kvenfjelögin í bæjunum á Norðurlandi höfðu á þessu
söluiðnaðarmáli og að þau vildu nokkuð á sig leggja
fyrir framgang þess.
Kvenfjelög bæjanna þurfa líka að taka vefnaðinn
upp á sína stefnuskrá. Vegna innflutningshafta er nú
hægt að selja kaupmönnum ýmsa ofna vöru (einnig
almenningi). Jeg gerði nokkra tilraun með það í vetur
og gafst það vel, einnig með vjelprjón, sem var selt
fátækranefnd Akureyrar handa þurfamönnum. Reykja-
vík hefur eirinig keypt slíka framleiðslu og ísafjarðar-
bær vill vinna að því og fleiru slíku næsta vetur. Ráð-
gert er að jeg verði á Vestfjörðum næsta vetur og hafi
miðstöð á ísafirði.