Hlín - 01.01.1936, Side 56
54
Hlín
stöðugur gestagangur allt árið. En hún vann mikið
sjálf og hafði lag á að láta aðra vinna.
Auk þessa lagði hún mikla alúð við garðrækt, og
var að nokkru leyti brautryðjandi á því sviði. Fyrst er
jeg man eftir, var mjög lítið um kartöflurækt, þó kál-
garðar væru á flestum bæjum, en það voru rófur og
næpur í þeim. Henni var sagt í byrjun, að ekki þýddi
að hugsa um kartöflurækt þar, það væri svo ofarlega
vikurlag frá Heklugosum og það var satt. Auk þess
væri svo stormasamt á Velli, einkum af landnorðri.
Þetta var líka satt. En hún yfirvann þessa örðugleika
svo að hún náði árlega að fá mikla kartöfluuppskeru,
en ekki var það fyrirhafnarlaust. Hún hafði altaf sjálf
hönd í bagga, þegar verið var að setja niður í garðana.
— Alltaf fór hún á fætur kl. 6 að morgni, sumar og
vetur, en allir áttu að vera komnir í rúmið kl. 10 að
kveldi.
Auk alls þessa annaðist hún hjúkrun sjúkra á heim-
ilinu, og leiðbeindi fólki útífrá í þeim efnum. Þá var
stundum erfitt að ná til læknis, enginn í sýslunni og
ekki nær en á Eyrarbakka. Tókst henni oft með ráðum
og dáð að hjálpa þeim, er leituðu til hennar. Notaðt
hún mest grasaseyði og smyrsli. Hún átti Grasnytjar
sra Björns í Sauðlauksdal. Fór hún mest eftir þeini
með tilbúning og notkun þessara lyfja. Heppnaðist
henni mjög vel að hjálpa á þennan hátt. Vil jeg aðeins
nefna tvö dæmi: Maður hjet Brandur Jónsson og var
vinnumaður á Velli. Fór hann til sjóróðra suður á Suð-
urnes, eins og þá var títt. Varð hann fyrir því óláni að
fá afarslæma ígerð í holhendina. Var fyrst undir lækn-
ishendi í Keflavík, svo um tíma í Reykjavík, en ekkert
dugði. Töldu læknar það svo illkynjað, að ekki væri
unt við að gjöra. Fór hann svo heim, sárþjáður og von-
laus. Þá sagði móðir mín: „Nú verð jeg að taka til
minna ráða.“ Bjó til grasasmyrsl og græddi sárið á fá-