Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 59
Hlín
57
var sterkbygð að upplagi, hafði heilbrigt hjarta og sál-
arstyrk. Hún var mikil trúkona, hafði örugt traust á.
forsjón og handleiðslu Guðs. — í þriðja sinn fjekk hún
lungnabólgu, er virtist væg og sársaukalítil, en úr
henni andaðist hún 16. mars 1923 á áttugasta aldurs-
ári.
Blessuð sje minnig hennar!
Reykjavík, í apríl 1935.
Guörún Hermannsdóttir
frá Breiðabólstað.
Jóna Kristjánsdóttir Fjaildal,
á Melgraseyri við ísafjarðardjúp.
»En þegar hnígur fjólan fríða
fall hennar enginn heyra má«.
Hugurinn reikar eins og oftar að Djúpi, og hann
nemur staðar við margar ljúfar minningar, en manni
verður jafnframt að finna sárt til þess, hve dauðinn
hefir oft síðustu árin varpað skugga sínum á hin stóru
og myndarlegu bændabýli. Þar hafa hnigið til foldar,
á síðustu árum, hver konan annari ágætari að hæfi-
leikum og mannkostum, sumar hafa horfið okkur ald-
urhnignar, með virðulegt og lofsvert æfistarf að baki,
en aðrar — og þær eru fleiri — á miðju manndóms-
skeiði.
Sú kona, sem jeg ætla að nema hjer sem snöggvast
staðar hjá í þetta skifti, er húsfrú Jóna Kr. Fjalldal á
Melgraseyri.
Hún ljest á Vífilstaðahælinu 12. september 1932, þá
tæpra 50 ára að aldri (fædd 27. desember 1882), eftir
að hafa legið rúmföst þar og í heimahúsum rúmlega
3V2 ár.