Hlín - 01.01.1936, Page 60
58
Hlín
Jóna Fjalldal var ein aí þessum ágætu íslensku
konum. Hýn hafði hlotið gáfur og mannkosti fyrir erfð
og áhrif frá ágætri móður, Þorgerði heitinni Pálsdótt-
ur, en sú var náskyld Sveinbirni Egilssyni rektor. Þor-
gerður var afburða kona að gáfum, þreki og öðrum
mannkostum. Hún var stjúpa og móðir fjölda barna og
hjúkraði blindum og sjúkum manni sínum í mörg ár
með þeirri prýði sem er fágæt, jafnframt því, sem hún
annaðist heimilisstörfin úti og inni. Hún var ein af
þeim fáu, sem virtist hafa efni og tíma til svo margs,
þótt tíðast væri hún einyrki og efnalítil,
Jóna var yngsta barn þessarar göfugu konu, og hefur
hún sjálfsagt notið móður sinnar meir á uppvaxtarár-
unum fyrir það. Jóna bar djúpa lfctningu fyrir móður
sinni og var henni þakklát fyrir fagurt fordæmi, fyrir
hjartahlýjuna, sem ekkert aumt mátti sjá, nema bæta
það, — fyrir fegurðarkendina, sem hafði opið auga