Hlín - 01.01.1936, Page 63
Hlm
61
þjóðfjelag ætti sem flestar húsmæður líkar að mann-
kostum þessari látnu sæmdarkonu.
Sigurborg Kristjánsdóttir
frá Múla.
Guðrún Jónsdóttir
í Arnarbæli á Fellsströnd í Dalasýslu.
Mjer hefur dottið í hug að senda „Hlín“ svolítið
greinarkorn, sem að efni verður svipað ýmsu, sem hún
hefur áður flutt, því henni hefur jafnan verið ljúft að
minnast merkra kvenna.
Frá 1845—57 bjuggu í Arnarbæli á Fellsströnd mjög
merk hjón: Magnús Magnússon hreppstjóri og kona
hans, Guðrún Jónsdóttir. Þau voru systrabörn að
frændsemi, bæði fædd sama ár og dóu sama ár, 38 ára
gömul. Þau voru 12 ár í hjónabandi og ljetu eftir sig
10 börn á lífi: 7 syni og 3 dætur, ein af þeim dó í
bernsku. Guðrún sáluga dó að ellefta barninu. Það var
ekki sjaldgæfur viðburður í þá daga, að kona dæi af
barnsförum, því þá var ekki kostur á lærðum ljós-
mæðrum. X
Þau hjónin, Magnús og Guðrún, byrjuðu með fremur
lítil efni, en brátt komst búið í blóma, svo þegar þau
fjellu frá, voru efnin nóg til uppeldis öllum börnunum.
Þorvaldur Sívertsen í Hrappsey ljet tengdason sinn,
Jón sýslumann Thoroddsen, yrkja eftir þau gullfalleg
eftirmæli, sem prentuð eru í ljóðabók hans. Jeg veit
ekki hvort það þykir viðeigandi, að jeg set hjer eitt
erindi úr þeim. Það er hið síðasta og er svona:
»Þau voru blóm í bændastjett,
sem bygðarlagið gjörðu prýða,
athafna þeirra yfir blett
ilminn af dygðum lagði blíöa.