Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 64
62
Hlin
Ó, að við sjerhvern arinstein
ígildi sprytti slíkra rósa,
þá mundu fækka þjóðarmein,
sem þjaka grundu norðurljósa.«
Jeg veit að það er algengt, að hinir látnu sjeu mikið
lofaðir í éftirmælum, en mjer finst svo sjerstaklega
mikið til þessara eftirmæla koma af því, að jeg sem
barn heyrði fólk, sem voru þessi hjón í fersku minni,
tala um, hvað þau væru sönn. Jeg átti síðar eftir að
kynnast heimilisfólkinu í Arnarbæli nánar af frásögn,
eftir að jeg var gift Olafi, einum af sonum þessara
hjóna. Honum var aldrei nokkurt umtalsefni eins kært,
eins og að segja mjer frá æskuárum sínum í Arnarbæli,
og jeg varð aldrei leið af að hlusta á það, svo hugnæmt
fanst mjer að líta yfir þá liðnu daga með honum.
Þegar hann, 1919, lá banaleguna, 68 ára gamall, var
alt frá bernskuárunum svo vakandi fyrir honum, að
það var eins og hann gleymdi þjáningum sínum, þegar
hann ræddi um það mál við mig. Jeg er að hugsa um
að setja hjer fátt eitt af því, sem hann sagði mjer, því
það sýnir svo ljóslega, hvað fórnfús, skyldurækin og
reglusöm kona getur afkastað miklu, sem móðir og
húsmóðir. Jeg kýs helst að hafa hans eigin orð, eins og
hann sagði mjer frá:
„Ömmur okkar voru hjá foreldrum okkar, og skiftu
þær börnunum á milli sín, jafnótt og þau komu og önn-
uðust um alt, okkur viðkomandi, sem móðir okkar
komst ekki yfir. Hún var altaf sjálf við matreiðsluna;
þó altaf væri ófrísk. Við drengirnir voru búnir vel út
á morgnana og látnir leika okkur úti alla færa daga,
jafnvel þó talsvert væri að veðri. Aldrei var okkur
kalt, því nóg var að starfa, nóg var af hornum og leggj-
um, það var fjáreignin okkar bræðra, hver hafði sitt
mark. Hornunum köstuðum við blindandi í allar áttir,
einu og einu í senn, svo var farið að smala, og voru þá