Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 65
Hlín
63
oft í byrjun ekki góðar heimtur, var þá farið að grensl-
ast eftir á hinum bæjunum, hvort ekki væri saman við
hjá þeim, því hver átti sína þúfu fyrir heimili. — Það
liggja margar eyjar undir Arnarbæli, og voru þá ýms-
ar þúfur eða stórir steinar nefndir eftir eyjunum. Þá
var fje flutt í eyjar og sótt aftur, og yfir höfuð voru
allir leikir miðaðir við það, sem starfað var á heimil-
inu. Leikvöllurinn var ávalt undir stórri klettaborg,
sem er fyrir ofan bæinn í Arnarbæli.
Móðir okkar kendi okkur sjálf að lesa, það var henn-
ar regla, strax og hún hafði hentugleika til, að koma
uppfyrir bæinn og kalla á elsta drenginn til að þvo
honum og kemba, ekki þurfti að kalla á fleiri, þeir fóru
inn í rjettri röð eftir aldri. Svo var byrjað aftur á sama
hátt, því þá byrjaði lesturinn, sem oft varð að ganga
fyrir sig í eldhúsinu, eftir því sem á verkum stóð hjá
henni. Aldrei var hreyft mótmælum, þegar kallað var,
hvernig sem á leikjum stóð. Þessi regla hefur víst
komist á þegjandi og hljóðalaust, jeg man bara, að
okkur þótti sjálfsagt að hlýða.
Af framanskráðu finst mjer það hljóta að vera sann-
mæli, sem stendur í áminstum eftirmælum:
»... um hagnýtni, þrif og hússtjórn fræga
bera börn vitni og bragur hjúa.«
Þegar foreldrarnir dóu, tvístruðust börnin í ýmsa og
misjafna staði, en öll urðu þau vel að manni. Jóhannes
og Guðlaugur fóru til Ameríku 1874, og voru með þeim
fyrstu, sem tóku sjer bólfestu í Nýja íslandi. Við Guð-
laugur skrifuðumst á í mörg ár. Hann var, eins og öll
systkinin voru, mjög vel greindur maður. Má hjer til-
færa tvö lýsingarorð, sem dr. Jón heitinn Bjarnason
hafði um Guðlaug, að hann væri „valinnkunnur fræði-
maður“. í einu brjefi, sem hann skrifaði mjer, þegar
hann var nær sjötugur, talaði hann mikið um Arnar-