Hlín - 01.01.1936, Page 67
Hlín
65
hvert ógnarstarf þessar tvær konur hafa int af hendi
og það með öðrum eins sóma og þær gjörðu báðar.
Blessuð sje minnig þeirra.
Sigurborg Jónsdóttír
fi'á Arnarbæli.
Heimaræktun af korni
og kartöflurækt.
Hvarvetna þar sem kornyrkja er stunduð er jarð-
ræktin — jarðvinsla og sáning — fastur framkvæmda-
liður í starfi sveitabóndans. Þessu er þann veg farið,
að samfara ræktun korntegunda verður að hafa ein-
hverja reglu á ræktun jarðarinnar. En þessi regla, sem
venjulega er.nefnd sáðskifti, hefur það 1 för með sjer,
að jörðin notast betur en án þeirrar tilhögunar á' rækt-
un jarðarinnar, sem felst í hverju sáðskifti.
Til þess að koma sáðskifti á, þarf bóndinn að hafa til
umráða tvær eða íleiri nytjaplöntur, sem hann þekkir
og veit skil á. Hann þarf að þekkja gildi sáðskiftis og
lífskröfur þeirra plantna, sem hann ætlar sjer að rækta
með þessari tilhögun.
Síðasta áratug hefur fengist markverð reynsla og
þekking á þeim nytjaplöntum, sem skipa veglegan sess
í sáðskiftiræktun nágrannalanda vorra. Það er því tími
til kominn fyrir íslenska bændur, og þá líka fyrir hús-
freyjur þeirra, að athuga, hvort það sje tímabært að
taka upp þessa ræktunartilhögun hjer á landi.
Ef jeg legði þá spurningu fyrir íslenska bændur,
hvort þeir vildu fá betri rækt í túnin sín og ódýrari en
þeir þekkja, betri og ódýrari kartöflurækt, og þar að
auki ódýrara korn en þeir nú kaupa, þá er je'g ekki í
5