Hlín - 01.01.1936, Side 69
Hlín
67
er reynd hafa verið síðustu 9 árin hjer á landi, eru
ekki nema fáein, sem ráðlegt er fyrir byrjendur að
taka til ræktunar. Af byggi vil jeg sjerstaklega mæla
með Dönnesbyggi, Solenbyggi, Holtbyggi, Örnesbyggi
og Polarbyggi, sem öll eru ræktunarhæf víðast á land-
inu. Af höfrum eru það sjerstaklega Niðarhafrar,
Tennahafrar og Perluhafrar, sem ná góðum þroska og'
geta gefið af sjer mikla uppskeru. — Fyrir byrjendur
er rjett að reyna ekki fleiri korntegundir í fyrstu en
byggið og hafrana. Eins og mörgum mun vera kunn-
ugt, þá hafa tilraunir sýnt, að í flestum árum er hægt
að fá rúg og baunategundir fullþroska og uppskeruna
sæmilega, en tilraunir með þessar tvær nytjajurtir eru
skamt á veg komnar og enn ekki fengin nægileg þekk-
ing á ræktun þeirra. Þess er líka að gæta, að hjer er
vart um jafnmörg afbrigði að velja, og ekki reynd
nema fá enn hjer á laridi.
Þessvegna verður hyggilegast að byrja sáðskiftirækt-
unina með, bygginu og höfrunum, eða ef til vill ein-
ungis með bygginu. Síðan er altaf hægt að bæta við, eftir
því sem ræktuninni miðar áfram. Ef byggræktin hepn-
ast vel, þá ætti að bæta höfrum við í sáðskiftið. Þegar
menn fara að venjast sáningu og uppskeru korntegund-
anna og allri annari vinnu, er að ræktun og umhirðu
þeirra lýtur, kemur trúin og þekkingin á ræktun þeirra
eins og af sjálfu sjer. Þessi störf verða mönnum hug-
þekk, þegar þeir sjá, hvað íslenska moldin getur fóstr-
að, ef hún er tilreidd á rjettum tíma og ræktuð með
þeim gróðurtegundum, sem vaxið geta við okkar svala
loftslag og í okkar frjósömu jörð.
Ef menn rækta þau kornafbrigði, sem sönnun er
fyrir að sjeu ræktunarhæf hjer á landi, er trygging
fyrir því, að framleiðandinn fær fullþroskað korn, svo
fremi hann búi að kornakri sínum á rjettan hátt. Á jeg
þar sjerstaklega við, að jarðvegurinn sje vel unninn, á-
5*