Hlín - 01.01.1936, Side 71
Hlín
69
heimilið, bæði sem korn til fóðrunar aliíugla og sem
útsæði til aukinnar ræktunar heimafyrir. Því fyrsta
heimaræktun kornakra mun eflaust leiða af sjer, þegar
fram í sækir, stærri ræktun. Ræktun, sem þá yrði rek-
in með vinnusparandi tækjum og yrði söluvara heim-
ilanna. Þá er kornframleiðsla sveitanna komin á það
stig, að skilyrði eru fyrir hraðvinslutækjum, sem
breyta íslensku korni í mjöl til neyslu handa lands-
fólkinu.
Þetta eru nú líkurnar fyrir því, sem getur orðið á-
rangur hinnar litlu heimaræktunar á korni, ef gæfa
og gengi fylgir þeim framkvæmdum. Aðalatriðið er,
að menn byrji á lítilli heimaræktun korns og læri af
henni. \
Skal nú vikið að því, hvernig slíkri ræktun verður
best fyrirkomið, þannig að þessi litla kornrækt bónd-
ans geti haft góð áhrif á kartöflurækt hans og túnrækt,
jafnhliða því að veita nokkra kornbjörg í bú til þarfa
heimilisins.
Eins og nú er háttað, er kartöfluræktin höfð ár eftir
ár, og áratug eftir áratug í sömu görðunum eða á sama
landinu. Venjan er að bera vel í þetta land, sem vitan-
lega er eitt af skilyrðunum fyrir góðri sprettu, en oft
vill stranda á því, að garðar þessir eru illa hirtir, menn
ráða ekki við illgresið, og dregur það oft stói’kostlega
úr uppskerunni. — Það vill brenna við, að kartöflurnar
eru lausar í sjer og bragðvondar úr gömlum, arfasæl-
um moldargörðum, er þetta vel kunnugt þeim, sem
ræktað hafa kartöflur.
Jeg hef reynslu fyrir því, að það þarf 4—5 sinnum
meiri vinnu við hirðingu kartaflna í gömlum görðum,
en í nýbrotnu eða eins árs gömlu byggræktarlandi. Mun-
ar hjer miklu á vinnu og gæðum framleiðslunnar. Ætti
þetta tvent að vera næg ástæða til þess að menn vildu
breyta til. Með gömlu kartöflugörðunum verður kart-