Hlín - 01.01.1936, Page 73
Hlín
71
sigð, og stöngin lögð í smábindi, þannig að öxin snúi
öll á sama veg. Stöngin er nú bundin í bindi, og síðan
sett upp í smáskrýfi. Hæfilegt er að hafa 6—$ bindi í
skrýfi; þess ber að gæta, að reisa kornbindin vel í
skrýfunum og auðvitað hafa öxin upp, en stúfana nið-
ur. —
Þegar búið er að þurka kornið í 10—30 daga eftir
veðráttu, er kornið tekið inn og staflað í hlöðu eða
annað hús. Má svo þreskja það smásaman á komandi
vetri. Þar sem engin þreskiáhöld eru til, verður að
berja kornið úr öxunum, og er það gert með venjulegu
priki eða kylfu. Kornið má hreinsa með því að hrista
það til í þvottaskál eða öðru íláti og tína jafnóðum
ruslið úr því. Það er þó ekki þörf að hreinsa það korn,
sem notað er handa skepnum (alifuglum, sauðfje eða
hestum).
Af 1000 fermetra akri getur fengist 200—300 kg. af
hreinsuðu korni og 400—500 kg. af hálmi. Hálminn má
nota handa kúm, kindum og hestum með öðru betra
fóðri, t. d. góðri töðu.
Þegar uppskeru er lokið, er best að plægja akurinn'
og helst aðra 1000 ferm. til byggræktar næsta ár. Eru
þá 2 akrar plægðir til ræktunar 1938. Með bygglandið
(þ. e. nýbrotna landið) er farið nákvæmlega eins og
fyrra árið, að því undanskildu, að nú má færa salt-
pjetursskamtinn niður í 20 kg. á 1000 ferm. og nitro-
phoskaskamtinn að sama skapi. Þá er það byggaþurinn
frá árinu á undan, sem notaður er til kartöfluræktar
(líka má rækta þar ýmsar matjurtir, káltegundir, gul-
rófur, gulrætur o. fl.). í þennan akur er nú borið 25—
30 vagnhlöss af gömlum fjóshaug og 20—30 kg. af ni-
trophoska. Búfjáráburðinn þarf að herfa vel niður
með diskherfi eða plægja. Þegar því er lokið, eru kart-
öflurnar settar. Það kartöfluafbrigði, sem mjer hefur
reynst best, eru „Eyvindarkartöflurnar“ (þ. e. Kerrs