Hlín - 01.01.1936, Síða 76
74
Hlín
sjá árangur þess og þægindi fyrir framkvæmd hinnar
algengu jarðræktar.
Með þessari ræktunartilhögun, er hjer að framan
hefur verið lýst, styður hver ræktun aðra. Byggræktin
styður að ódýrari kartöflurækt og kartöflurnar að vand-
aðri og frjósamari túnrækt, en þessi regla venur menn
við fjölþættari ræktun en áður hefur þekst, jafnhliða
því að læra af eigin raun, hvernig kornyrkju má reka
ef stunduð yrði í stærri stíl.
Teldi jeg fróðlegt að bændur og húsfreyjur þeirra
athuguðu þessa ræktunartilhögun og reyndu hana.
Búnaðarfjelög sveitanna gætu haft forgöngu um út-
vegun útsæðis og stutt á annan hátt að framkvæmd
þessa skipulags. íslenskur landbúnaður hefur þörf fyr-
ir þá umsköpun jarðræktarinnar, sem samfara er hent-
ugu sáðskifti. Hann hefur þörf fyrir kornframleiðslu,
ódýrari kartöflurækt og vandaðri túnrækt.
Klemenz Kr. Kristjámson.
Um söng.
Eftir Jón lœkni Jónsson.*
Þegar talað er um söng hér á landi í heiðni og í kat-
* Jón .Jónsson, læknir, Ingólfsstræti 9, Reykjavík, hefur í
mörg ár kynt sjer söngsögu landsins, hefur safnaö nótnaritum
og komið þeim, sem til þess eru hæf, á tryggan geymslustað
(safn) o. s. frv. Hann er því eflaust einhver fróðasti jnaður í
þessari grein. Sönglíf þjóðarinnar er vissulega þýðingarmikill
þáttur í sögu hennar, hefur haft og hefur trúarlega og listræna
þýðingu.
Þessu máli væri því mikill greiði ger, ef lækninum væru send-
ar til athugunar og varðveislu gaonlar bækur eða blöð, sem nót-
ur eru á, hvort heldur eru prentaðar eða skrifaðar. Ritstj.