Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 79
Hlín
77
listar, þegar músík meistaranna hljómar víðsvegar um
<heiminn, svo að segja inn í hvert kot og hreysi, að
heita má bæði á nótt og degi.
Að þjóðin sje hætt að syngja er máske rjett, ef mið- '
að er við daglegan söng alþýðunnar. Á síðastliðinni öld
söng hver sá, er sungið gat. Sálma sungu allir daglega
við húslestrana og rímur voru kveðnar víða á kvöldum,
og við ýmsa vinnu var sungið, ef fleiri voru saman, og
jaínvel þó menn væru einir. Þá voru allir jafnir, að
því leyti að þá kunnu allflestir að syngja, eða eins og
nú þykir sennilega rjettara að orða það, þá kunni eng-
inn að syngja (frekar en að sigla, sbr. Það er svo margt
ef að er gáð). Fram yfir aldamótin síðustu virtist vera
mikið sönglíf hér á landi. Sálmasöngurinn í heimahús-
um hjálpaði mikið, svo sjaldan urðu vandræði með
kirkjusönginn, meðan húslestrum var haldið uppi. Á
fjöldamörgum heimilum voru þá þegar komin hljóð-
færi og voru töluvert notuð, ráðstafanir höfðu verið
gerðar til að organleikarar í kirkjum fengju ókeypis
kenslu, og voru ekki fáir, sem notuðu sjer þetta. Nú
er húslestrarnir eru lagðir niður víða, hefur orðið að
gjöra sjerstakar ráðstafanir til að halda uppi kirkju-
söng með fárra manna flokki, sem vanalega er kaup-
laus, eða þá með fremur litlu endurgjaldi, og í heima-
húsum kjósa menn heldur að hlusta á grammofóna og
víðvarp en syngja sjálfir, og sjeu þeir hvattir til að
syngja, vita þeir flestir að þeir.Jcunna ekki að syngja.
En hvernig stendur á því, að fáir eða engir kunna að
syngja? Nú er söngleg kensla um alllangan tíma hef-
ur verið mikið meiri í landinu en nokkru sinni áður.
Flestir barnaskólar kenna söng að meira eða minna
leyti, og ýmsar greinar og rit hafa komið til leiðbein-
ingar með kensluna. Hjer er eflaust um fleiri orsakir
að ræða, og skal jeg leitast við að benda á nokkur at-
riði, sem þessu gætu verið valdandi.