Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 83
Hlín
81
þeim sjer sjálfum og öðrum til ánægju, þegar það hent-
ar best, hvort heldur er í gleði eða sorg, meðlæti eða
mótlæti, í dansi og leikjum eða á alvöru- og sorgar-
stundum, við sjúkrabeð og dánarathafnir.
Það er heilsusamlegt, bæði andlega og líkamlega að
syngja vel og mikið sem oftast því verður við komið.
Kvenmentunarsjóður
Undirfells- og Grímstungusókna.
Nú er liðin rúm hálf öld síðan sjóður þessi tók til
starfa, og stofnendur hans og fjehirðir allir dánir. Mjer
datt því í hug að rjettast myndi að senda þjer, „Hlín“,
— í fám dráttum — sögu hans til birtingar og varð-
veislu. Þessi litli sjóður er fyrst og fremst einn þáttur
í æfistarfi þess manns, er mest og best starfaði hjer að
menningarmálum, og lýsir þessi hugsjón hans — sje
hún skoðuð í ljósi síns tíma — honum rjettara en jafn-
vel löng æfisaga.
Heimildir þær, sem yfirlit þetta byggist á, er fyrst
og fremst frásögn hins látna stofnanda og fjehirðis,
Björns Sigfússonar, ennfremur brjefi hans til sóknar-
nefndarinnar í Undirfellssókn, dags. á Kornsá 1. des-
ember 1899, og reikningabækur sjóðsins.
TILDRÖG SJÓÐSTOFNUNARINNAR.
Þegar Björn Sigfússon, nokkru eftir 1870, kom heim
frá Danmörku, að afloknu smíðanámi, og fór að 'taka
þátt í málefnum samtíðar sinnar, taldi hann að fátt
hefði orðið sjer eins mikið áhyggjuefni, og aðstaða
hinna ungu, uppvaxandi kvenna til þess að geta aflað
6