Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 84
82
Hlín
sjer nokkurrar mentunar. Kaup þeirra var svo lágt, að
lítt var afgangs klæðnaði. — Málefni þetta varð hon-
um það áhyggjuefni, að hann fór að ræða það við tvo
menn hjer í sveit, er hann bar best traust til, þá Þor-
stein Eggertsson, bónda á Haukagili og Magnús Stein-
dórsson, bónda á Gilsstöðum. Þótti þeim hugmynd
Björns þess verð að henni væri gaumur gefinn, og
bundust samtökum um að hefja fjársöfnun, er á sínum
tíma gæti styrkt efnilegar, fátækar stúlkur til náms.
SJÓÐSTOFNUNIN.
Þann 15. nóvember 1880 eru samdar reglur fyrir
sjóðinn; eru þær alls í 8 greinum og undirritaðar af
Birni Sigfússyni, Þorsteini Eggertssyni og Magnúsi
Steindórssyni. Er í reglum þessum tekið fram: Nafn
sjóðsins og tilgangur. Um stofnfjeð og stjórn sjóðsins.
Rjettindi til námsstyrks. Bókhald, og loks Breytingar
á reglunum. — Glegsta sögu um sjóðstofnunina er að
finna í brjefi Björns Sigfússonar til sóknarnefndarinnar
í Undirfellssókn, dags. á Kornsá 1. des. 1889. Þar segir
meðal annars:
„Kvenmentunarsjóður Undirfells- og Grímstungu-
sókna er stofnaður árið 1875 með hlutaveltu o. fl.
Stofnfjeð fyrsta árið kr. 169.96 aur. Alls voru haldnar
5 hlutaveltur í þessu skyni, hin síðasta 1879. Þá safnað
samtals kr. 838,55. í 7 ár, eða til fardaga 1881, höfðum
við Þorsteinn sál. Eggertsson umsjá sjóðsins og vöxt-
un, sem fyrstu 5 árin var mest fólgin í að kaupa fje
fyrir peninga sjóðsins á vorin, og verja því í peninga
á haustin og lána út. Báðir sáum við um fjárkaupin og
verslun, en Þorsteinn hjelt aðallega reikningana. Hvor-
ugur okkar tók neitt fyrir störf sín. Varð gróði sjóðsins
á þessu tímabili kr. 467,79 aur., eða öll eignin kr.
1306.34 aur. Á árinu 1880—81 varð eftir samkomulagi
ákveðið að gefa af þessu fje til kvennaskólans, sem þá