Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 86
84
Hlín
lengst — d. 11. okt. 1932 —, en sjóðurinn heldur áfram
að vaxa og starfa að menningarmálum þessarar sveit-
ar, og efast jeg iekki um að bæði styrkþegar hans, sem
nú eru víða, o. fl., munu minnast stofnendanna, og ekki
síst upphafsmannsins, fyrir langt og óeigingjarnt starf,
er stefndi að því að kveikja fátæku, ungu stúlkunum
í þessari sveit það ljós, er æ síðan lýsti þeim áleiðis í
gegnum lífið. — Björn var fjehirðir sjóðsins til æfi-
loka. — Um langt árabil hef jeg endurskoðað reikninga
sjóðsins, og er mjer ljúft að minnast þess, að meðferð
fjárins hefur verið hin prýðilegasta, og fram til ársloka
1934 hefur sjóðurinn engum eyri tapað. Kemur glögt
fram í meðferð sjóðsins það, sem einkendi Björn Sig-
fússon frá öðrum mönnum alment, og það var hin frá-
bæra festa og vandvirkni, jafnt í hugsun sem í verki.
Seinasta verk Björns Sigfússonar fyrir þessa sveit
var samning skipulagsskrár fyrir minningarsjóð þeirra
hjóna.
NIÐURLAGSORÐ.
Eins og að líkum lætur, hef jeg í nærfelt hálfa öld
fylgt mörgum sveitungum mínum út í kirkjugarðinn,
en engan þeirra — mjer vandalausan — hef jeg kvatt
með jafnmikilli eftirsjá og Björn Sigfússon, og gat jeg
þó vel unt honum hvíldarinnar. Því hann var þreytt-
ur. En mjer fanst höggvið svo stórt skarð í hóp þeirra
manna, er jeg taldi líkur fyrir að væri færir um að
halda á málefnum sveitar og hjeraðs, almenningi til
hagsbóta og gæfu. —
Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, í febrúarmánuði 1936.
Þorsteinn Konráðsson.