Hlín - 01.01.1936, Side 87
Hlín
85
Úr Öræfum.
Sveitin er strjálbygð, aðeins þrjú einbýli, hinir búa í
þorpum (margbýli, 2—9 búendur í bæjarfjelagi). Við
eigum við þunga erfiðleika að etja vegna náttúruafl-
anna. — Að baki okkur ríkir Breði jarl með frosti og
funa. Hann teygir jökulfingur sína niður í gróðursæla
bygðina. En harðast hafa klakaklær hans leikið sveit-
ina að austan og vestan, þar sem hann fyrir löngu hef-
ur farið hamförum um blómleg engi og sópað öllu lífs-
magni út á reginhaf, skilið eftir svarta eyðisanda, með
freyðandi jökulám, sem ætíð eru háðar dutlungum
fjallajarlsins mikla.
Við fótskör sveitarinnar fellur Ægir konungur í
„jörmunefldum íturmóði“. Hann er á stundum hvorki
hýr í horn að taka nje allra meðfæri, jafnvel þótt hann
geti verið laðandi, seiðandi, bjartur og blíður. Hann
hefur líka margoft fært okkur björg og blessun og gef-
ið okkur konunglegar gjafir.
Þótt það geti komið fyrir, að lands- og lagaröfl banni
okkur að miklu leyti samband við umheiminn um
stundarsakir, sem getur valdið miklum erfiðleikum,
þá líður manni yfirleitt vel hjer, því þessi sveit hefur
margt til brunns að bera, ekki síður en önnur hjeruð
landsins. Sveitin er stórgrýtt, vötnug, frjósöm og fögur.
Hjer finnast hinir blómríkustu blettir, sem ísland á í
fórum sínum, og hjer mun sveitasælan eiga sínar
dýpstu rætur. Hjer ríkir hrein kyrð og listræn fegurð,
ásamt hinni mildustu veðurátt, sem völ er á hjer á
norðurhjara veraldar. — Og hjer búa sennilega hinir
nægjusömustú íslendingar, sem eru þannig ríkir í fá-
tækt sinni, en hjer eru heldur engir bláfátæklingar. —
Eitt er það þó, sem okkur vantar tilfinnanlega, það eru