Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 88
86
Hlín
peningar, því veldur einangrunin frá öðrum mönnum.
Öræfingar búa manna mest að sínu, þeir verða líka oft
að miklu leyti að vera sjálfum sjer nógir. — Það bú-
skaparlag þekkja þeir vel, og það kemur þeim oft að
góðu liði. En þrátt fyrir alt lifa þeir þó við ýmiskonar
nýtísku þægindi, svo sem útvarp, síma og rafmagn, sem
nú lýsir og hitar okkur flestum. En rafmagnið eigum
við mest að þakka okkar óeigingjarna, ágæta snillingi,
Helga Arasyni á Fagurhólsmýri. Hann hefur unnið svo
þarft verk í þágu sveitarinnar, að það verður aldrei
fullþakkað. Jeg er sannfærð um það, að þegar hann
lokar augum sínum í hinsta sinn hjer á jarðríki, þá
muni sá maður fá að vakna í himneska Ijósinu á landi
dýrðarinnar, því algæskubrunnurinn einn þekkir alla
þá skugga, sem flúið hafa burt fyrir handverkum hans
— án endurgjalds.
Margt hefur breyst hjer til batnaðar á síðari árum.
Nú er mestallur heyskapur fluttur á kerrum, í stað
„klakkabanda“ og 3 sláttuvjelar eru í sveitinni. — Hjer
eru líka 5 flatprjónavjelar og 6 hringvjelar, enda er
hjer mikið prjónað, t. d. allur nærfatnaður, peysur og
fleira, að ógleymdum sokkunum. Við Öræfingar erum
svo afskéktir, að okkur nægja að miklu leyti ullarsokk-
ar. — Vefnaður er hjer talsverður, eftir því sem ástæð-
ur leyfa. Ein spunavjel (24 þráða) er hjer, og er mikið
notuð. Yfirleitt er hjer mikið um heimilisiðnað. Karl-
mennirnir eiga líka góðan þátt í honum, þeir gjöra
margir mikið til þess að sem heimilislegast verði kring-
um okkur, með smíði búshluta og ýmislegra húsgagna.
H. S.