Hlín - 01.01.1936, Síða 90
88
Hlín
frá bæjarvegg, með þverálmu að dyrum. Beltið, sem
þá myndast milli veggjar og stjettar, liggi að framan
einni steinahleðslu hærra en stjettin, og halli frá vegg.
Það sje vel grasi gróið. Hinum megin nái grænt túnið
alla leið að stjettinni, og er æskilegt að það halli frá
útbrún hennar.
Þessum umbótum er víðast hvar auðvelt að koma
við. Bæirnir standa oftast í brekku eða á hól, og þarf
þá ekki annað en að stinga upp fremri hluta hlaðsins
og lækka hann, og búa síðan um eins og áður var get-
ið. Á öðrum stöðum yrði að byggja hlaðið upp eða
hækka efri hluta þess meðfram húsvegg.
Þetta er ekkert hjegómamál. Skynsamlegt hreinlæti
og snyrtibragur kringum heimili er nauðsynlegt frá
sjónarmiði heilbrigðis og uppeldisáhrifa, og á það jafnt
við í borg og bygð.
Fjallgöngur.
Fyrir stuttu rakst jeg á smágrein í „Hlín“: „Um fjall-
göngur“. — Mig rak í rogastans, er jeg las greinina,
sem fjallar um útbúnað leitarmanna. Það virðist engin
framför hafa átt sjer stað með útbúnað í göngur frá
því, að jég fór seinast í göngur (sem göngur geta kall-
ast), fyrir 20-—30 árum. Það er aumt til þess að vita,
að svo lítur út sem íslendingum ætli seint eða aldrei
að lærast það af sjálfsdáðum að búa sig út í óbyggðir.
Alt útlit fýrir, að útlendingar verði að kenna okkur
það, og er slíkt ekki vansalaust.
Hversvegna í ósköpunum sauma menn ekki saman
gæruskinnin og gera sjer úr þeim svefnpoka! Hægur
vandi ætti það að vera, ekki síst núna, þar sem „Hlín“
hefur flutt ágæta grein um verkun á skinnum. (Sútun