Hlín


Hlín - 01.01.1936, Page 97

Hlín - 01.01.1936, Page 97
Hlín 95 hreppstjóri yrði að sjá um föt og annað, sem með þyrfti. Móðir mín sagði Jóa, að prestur vildi finna hann og hann þyrfti engu að kvíða, hann yrði fermdur með börnunum næsta sunnudag, fengi þá falleg föt, og hreppstjórinn, sem væri besti maður, sæi honum fyrir góðum stað. En nú yrði hann að reyna að herða sig og læra það, sem presturinn setti honum fyrir. — Þá sagði Jói það, sem lengi var haft að orðtaki eftir þetta: „Auminginn, hú, að vera að hussa um mig!“ Sem betur fór stóðst Jói þessa eldraun og var fermd- ur eins og til stóð næsta sunnudag í nýjum fötum. Þetta var ekki í fyrsta skiftið, sem móðir mín hjelt hlífiskildi yfir þeim, sem engan áttu að, og mætti margt um það segja. Þegar fólkið sá prestinn ganga til kirkju, dreif það að úr öllum áttum, en ekki komst helmingur af fólk- inu í kirkjuna, hún var lítil, bygð úr torfi og sömu- leiðis kirkjugarðurinn, allur var hann í mestu óhirðu, stórt stykki var hrunið úr veggnum á einum stað og datt mjer í hug, hvort einhver nykurinn hefði sett loppuna á vegginn, það gat átt sjer stað, þessvegna væri ekki hægt að bæta hann. — Klukknaportið var úr timbri. Uppyfir kirkjudyrunum var svört fjöl með stóru letri hvítu: „Þá þú gengur í guðshús inn gæt þess vel sál mín fróma“ o. s. frv. Á altarinu logaði á þrem kertum. — Mjer fanst mik- ið til um prjedikunarstólinn með öllum helgimynd- unum og þá ekki síður um altaristöfluna, það var kvöldmáltíðin. — Meðhjálparinn kom fram í kórdyrn- ar og las bænina, lágt og lotningarfult. — Um prestinn hugsaði jeg ekki, og tónið fanst mjer eftirminnilega leiðinlega ömurlegt. Mjer fanst ljett af mjer fargi, þegar jeg slapp út aftur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.