Hlín - 01.01.1936, Side 98
96
HÍín
Jeg kom oft í Holtastaðakirkju eftir þetta, en við alt
önnur tækifæri og með» alt öðrum hugsunum og til-
finningum, eða þá orðin færari að skilja það, sem jeg
sá og heyrði.
Tveir sunnudagar eru það sjerstaklega, sem jeg þarf
að segja „Hlín“ frá síðar, og þá um leið hvernig Holta-
staðakirkja leit út, þegar jeg sá hana í síðasta sinni.
Jeg kvaddi hana með tárum.
Ingibjörg Lárusdóttir,
Blönduósi.
Heimilisguðrækni.
Erindi flutt á kvenfjelagsfundi.
Eigum við að leggja niður húslestra okkar eða eig-
um við að halda þeim uppi á heimilum vorum? Þetta
eru spurningar, er mig langar til að leggja fyrir ykk-
ur, kæru fjelagssystur. Vel þykist jeg vita, að henni
verði á marga vegu svarað, sem væntanlegt er, því að
orðsháttur einn segir, að engir tveir sjeu eins, líklega
hvorki að ytra útliti nje innri gerð. — Þeir bæir eru
sennilega fáir að verða, bæði hjer í þessari fámennu
sveit okkar og víðar um land, sem heimilisguðsþjón-
usta er um hönd höfð að kvöldi dags eða á sunnudegi
nú orðið. Sá blessaði siður er að mestu niðurlagður.
Hvað veldur slíku? Er þjóðin upp úr því vaxin að á-
kalla Guð sinn og lofa hann og vegsama í auðmjúkum
bænum, eða orsakar þetta hin háa mentun ungu kyn-
slóðarinnar. Þarf hún ekki alveg eins Guðs náðar og
handleiðslu með sem við hin eldri börnin fyrri tíða?