Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 100
98
Hlín
er treg á að verja fáeinum augnablikum af degi hverj-
um honum til lofs og dýrðar, sem öll lífsárin hefur
gefið okkur.
Jeg vil því biðja Guð allrar náðar að gefa okkur fje-
lagskonum það hugarfar, sem þarf til kristilegrar
bænaiðju, og að hjá okkur eigi það heima, að „orð
Drottins sje okkur kærast allra efna.“ — Og að endingu
vona jeg að þið sjeuð mjer sammála, er jeg segi, að sæl-
ustu, bestu og eftirminnilegustu stundir lífsins eru
þær, þegar við höllum okkur að hjarta Guðs í hátíð-
legum söng eða heitri bæn.
Valgerður Helgadóttir,
Gautsdal, Barðastrandarsýslu.
Fjelagsskapur kvenna
á Norðurlöndum.
Mörtufjelagið og Lottu-Svárd-fjelagið í Finnlandi.
Á ferð minni um Finnland sumarið 1934 kyntist jeg
af sjón og raun kvenfjelagsskap Finna, jeg hafði að
vísu margt um hann heyrt og lesið áður, en sjón er
jafnan sögu ríkari.
Þar í landi eru tvö kvenfjelagasambönd, sem mest
ber á, og sem bæði eru fjölmenn og sterk, og hafa þau,
hvort um sig, sitt sjerstaka hlutverk að vinna í lífi
þjóðar sinnar. Þessi fjelög eru Mörtufjelagið (fjelagar
kallaðir ,,Mörtur“) og Lottu-Svárd-fjelagið (fjelagar
kallaðir ,,Lottur“).
Um tildrög að stofnun Mörtufjelagsins og um tilgang
þess leyfi jeg mjer að tilfæra nokkur orð úr riti for-
mannsins frú Lisi Wahls:
„Fjelagið á rót sína að rekja til ársins 1899, þegar