Hlín - 01.01.1936, Page 101
99
tílín
sorg og örvænting ríkti í Finnlandi vegna harðstjórn-
ar Rússa. Þeir hótuðu þjóðinni algerðri eyðileggingu.
Ranglæti og lagaleysi var í algleymingi, siðferði og
heiður var fótum troðið. Með fölskum loforðum vildu
kúgararnir ginna þjóð vora til að svíkja ættland sitt.
Margir af okkar bestu mönnum sátu í fangelsum Rússa
eða voru reknir í útlegð. Vopnlausir og rjettlausir stóð-
um við gagnvart ofureflinu. — Alt var undir því kom-
ið, að þjóðin ætti þann siðferðisþrótt, sem þurfti til að
standast þrengingarnar.
Þá var það að nokkrar hinar ágætustu konur Finna
tóku sig saman um að stofna til fjelagsskapar meðal
kvenna, er hefði það markmið að jræða konurnar, sjer-
staklega sveitakonurnar, í þeirra margbrotna og vanda-
sama starfi. Ef hægt væri að gera heimilin sterk, þá
yrði landið líka sterkt og þróttmikið.
Forgöngukonurnar tókust ferð á hendur um þvert
og endilangt landið, í afskektustu sveitir og þorp, þar
sem kvenfjelag aldrei hafði verið nefnt á nafn. Þær
boðuðu konurnar til viðtals í skólahúsunum og höfðu
ýmislegt til sýnis um leið, sem konunum var forvitni á
að sjá: Handavinnu, barnafatnað, matreiðslu á algeng-
um rjettum, garðávexti o. fl.
Og um leið var þeim skýrt frá hinu alvarlega ástandi
í landinu og bent á hvað væri í húfi, ef menn ekki,
hver og einn, gætti skyldu sinnar til hins ýtrasta. —
Fræðsla og aftur fræðsla var það, sem með þurfti.
Forgöngukonunum tókst með sínum brennandi áhuga
og kærleika til lands og þjóðar, að vekja konurnar til
sameiginlegra átaka og ávextirnir af starfi Mörtufje-
laganna í finsku þjóðlífi eru stórmikils virði. — Þau
áhugamál, sem „Mörturnar“ berjast fyrir eru: Allskon-
ar húsmæðrafræðsla, uppeldismál, heilsuvernd, með-
ferð ungbarna, garðyrkja, handavinna, sýningar, út-
gáfa fræðslubóka o. fl. Fjelagsskapurinn hefur nokkrar
7*