Hlín - 01.01.1936, Page 102
100
Hlín
vel mentaðar konur í þjónustu sinni, sem ferðast um
landið, fram og aftur, og leiðbeina og fræða, halda
námsskeið, flytja erindi o. s. frv. — Árið 1933 voru
haldin 2297 námsskeið víðsvegar um landið með 34
þúsund þátttakendum, en 5654 erindi voru flutt. —
Systrahringurinn er nú orðinn stór og víður — 50 þús-
und „Mörtur“ eru dreifðar til og frá um alt Finnland,
þaraf 85% í sveitum landsins. — Meðlimagjaldið er
allsstaðar mjög lágt, aðeins nokkur mörk (finska mark-
ið er 9 aurar), til þess að sem flestir geti verið með.
Af ‘fjelagsgjöldum leggja fjelögin 40% til síns hjeraðs-
sambands, en hjeraðasamböndin leggja aftur 20% af
þeim gjöldum til Landssambandsins. — Mörtufjelögin
• hafa notið styrks af ríkisfje, frá ýmsum opinberum
stofnunum, sveita- og bæjafjelögum, og það kemur fyr-
ir að „Mörtunum“ er ánafnað erfðafje. Það er mikill
styrkur fyrir fjelagsskapinn, að hann .hefur rjett til að
senda brjef sín ókeypis um land alt.“
„Það sem er meira vert en alt annað,“ segir formað-
urinn að lokum, „er það að konurnar kynnast hver
annari, og högum hver annarar, konurnar í sveitunum
og konurnar í bæjunum, ríku konurnar í höllunum og
fátæku konurnar í kofunum, allar vinna þær saman að
sameiginlegum áhugamálum landi og lýð til blessunar.
Fjelagsskapur „Mörtu“ er vel skipulagður og starfsem-
in umfangsmikil, en aldrei hefðum við komið því í
framkvæmd, sem við höfum gert, ef konurnar sjálfar,
hver einstaklingur, hefði ekki lagt svo mikið á sig fyr-
ir fjelagsskapinn sem hann hefur gert, þetta er það
sem gefur fjeiagsskapnum mest gildi, það þroskar ein-
staklinginn og þar með þjóðina: Kennir henni, hve
mikils virði sameiginleg átök eru.“
Formaður fjelagsins endar orð sín svo:' „Á þreng-
ingatímum sameinuðust finsku heimilin í Mörtufjelags-
skapnum. Hjer eftir sem hingað til verðum við að
\