Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 104
102
Hlín
en þó er það sjerstætt, báðar deildirnar vinna saman.
Báðar hafa þær valið sjer að einkunnarorðum: Fyrir
kristindóminn, heimiliS og föðurlandiö. í þessum kven-
fjelagsskap voru 1932 658 deildir víðsvegar um landið
með 75 þúsund meðlimum.
Konurnar þurfa að vera viðbúnar hvenær sem er og
hvernig sem á stendur að hlýða skipunum, ef ríkinu
ber hætta að höndum.
Fjelagið skiftist í 4 aðaldeildir eftir starfssviði:
Hjúkrunar-, matreiðslu-, fatnaðar- og fjáröflunar- eða
stjórnardeild, í þeirri deild eru þær konur, sem ekki
hafa ástæðu til að taka virkan þátt í starfinu, en ekki
er þeirra hlutverk ljettast, því fjelagsskapurinn hefur
engar fastar tekjur og á engar eignir, alt byggist á
frjálsum framlögum, og ef ófrið bæri að höndum, hef-
ur þessi deild allar framkvæmdir.
Allir flokkar þurfa að sækja styttri eða lengri náms-
skeið áður en upptaka fæst, engin styttra en hálfsmán-
aðar. Hjúkrunarnámsskeiðin eru 6 mánuðir. (Hjúkrun-
ardeildin hefur komið upp 8 hermannaspítölum með
1200 rúmum). — Þær „Lottur“, sem matreiða fyrir
„skarann“ við æfingar, sem fara fram víðsvegar um
landið, þurfa víða aðgangavegalengdir svo mílum skift-
ir milli æfingastaðanna, og ef æfingarnar fara fram á
eyjum, út við hafið, þurfa þær að fara með eldhúsið sitt
milli eyjanna og verða þá að vera vel að sjer í meðferð
mótora. Fatnaðardeildin hefur á seinni árum hægra
hlutverk, því ríkið leggur til klæðnað (einkennisbún-
ingur er notaður bæði af körlum og konum), en Lott-
urnar sjá unglingadeildunum, sem stofnaðar eru á
seinni árum, fyrir fatnaði í þess stað. — Að loknu námi
fer fram hátíðleg vígsla og er sú athöfn venjulega
framkvæmd í kirkjunum, lofar þá hver fjelagi með
eiði að styðja „Verndarskarann“ í starfi hans fyrir
kristindóm, heimili og föðurland og að hlýða í öllu lög-