Hlín - 01.01.1936, Síða 105
Hlín
103
um Lotta-Svárd-fjelagsins. Það er ekki óalgengt að
móðirin sje þar með allar uppkomnar dætur sínar.
Nafnið á fjelagsskapnum á rót sína að rekja til eins
af hetjukvæðum Runebergs í Fændrik Stál. Lotta
Svárd fylgdi finsku herdeildinni, í stríðinu milli Svía
og Rússa 1808, eftir fall manns síns, og reyndist þar
hinn ágætasti „hermaður“, er með ráðum og dáð vann
herdeildinni alt það gagn, sem hún mátti.
Stofnandi og stjórnandi fjelagsins er Fanny Luukko-
nen. —
Forgöngukonurnar hafa oft verið spurðar að því,
hvort þær með fjelagsskap sínum vildu styðja að styrj-
öldum, þar sem þær styddu hermennina í starfi. „Þvert
á móti,“ segja þær. „Við öll, sem höfum kynst stríðinu
af sjón og raun, þráum ekkert annað fremur en frið,
frið! Og við viljum gera alt, sem í okkar valdi stendur,
til að sporna móti ófriði. En það er skoðun okkar, að
hver einstaklingur í landinu verði að þekkja varnar-
ráðstafanir ríkisins fyrir friði og taka þátt í þeim, með
því eina móti getum við gert okkur von um að fá að
lifa í friði og ró í landi voru.“ rr B
Sjed og heyrt í Finnlandsför 1934.
Um leið og skýrt er frá kvenfjelagsskap Finna, vil
jeg lítillega minnast á ýmislegt viðvíkjandi landi og
þjóð alment.
Það er ekki ofmælt, að Finnland sje þúsund vatna
landið. 73% af öllu „landinu“ eru vötn, 60 þúsund að
sögn. Stærsta vatnið er Saima, 1300 km.2 og 30 mílur á
lengd.* Vötnin einkenna landið mest og svo eyjarnar,
* Landið er 388,217 km.2. — íbúar 10 á km,2