Hlín - 01.01.1936, Síða 106
104
Hlín
sem sagðar eru að vera um 30 þúsund að tölu. Maður
veit eiginlega ekki hvenær hafinu sleppir og landið
tekur við. Vötnin eru vegur, vetur og sumar, skurðir
um þvert og endilangt landið. Vötn og ár flytja timbrið
til strandar, eða milli sögunarmyllanna og pappírsverk-
smiðjanna. Úr vötnum og ám fá landsmenn fiskinn til
matar. Fossarnir með fremur litlu falli, en miklu vatns-
magni, veita ljósi og krafti inn á heimilin. Alt Suður-
Finnland fær raforku sína frá Imatra fossunum, sem
eru heimsfrægir, þar er ein hin stærsta rafmagnsstöð
í Evrópu. Alt fram að 1850 voru Finnar siglingaþjóð
mikil og áttu skip á öllum höfum, en í Krímstríðinu,
sem þeir tóku þátt í með Rússum, mistu þeir allan
flota sinn.
Finnland var lengi framan af, eins og fleiri lönd við
Eystrasalt, innilokað þegar ísalög voru mikil að vetri
til, en nú halda ísbrjótar leiðinni opinni, svo að dag-
legar ferðir eru við umheiminn, vetur sem sumar.
Annað það, sem einkennir landið mest, eru skógarn-
ir. Landið er eitt hið skógríkasta í álfunni. Langmest
ber á furunni. Teinrjettir og tignarlegir gnæfa furu-
skógarnir víð loft og setur það mikinn svip á landið.
Finska furan er mikið eftirsótt til smíða, og þykir ekki
standa að baki hinni frægu amerisku furu, „Pits pine“,
í því efni.
Vegir á landi eru ágætir og tiltölulega fleiri járn-
brautir en í nokkru öðru landi í Evrópu. Norður við ís-
haf eignuðust Finnar landræmu frá Rússum' 1920, er
Petsamo nefnist. Er þar risinn upp bær, norður við
heimskautabaug, þangað er vegur lagður, sem er 531
km. á lengd. Hafa Finnar lagt mikið í kostnað vegna
þessa nýja landnáms.
Akuryrkja er stunduð um land alt, mest hafrar, en
ýmsa erfiðleika á jarðræktin við að stríða í Finnlandi,
ekki síst næturfrostin, en Finnar hafa tekið náttúru-