Hlín - 01.01.1936, Page 107
Hlín
105
vísindin í þjónustu atvinnuveganna, og er það alment
mál manna, að í því efni standi Finnar frenist allra
Norðurlandaþjóðanna og þó víðar væri leitað.
Verkalaun eru lægri í Finnlandi en í nokkru öðru
landi Evrópu, að Rússlandi einu undanskildu, og hafa
því ekki borið framleiðsluna ofurliða eins og víða ann-
arsstaðar, þjóðin hefur því betur staðist kreppuna en
ella. Atvinnuleysi er tiltölulega lítið. — Útflutningur
er stórum meiri en innflutningur, ríkisskuldirnar
lækka og þjóðin er að koma sjer upp vænum varasjóði.
Þjóðarbúskapurinn er því mun betri í þessu landi en
flestum öðrum, en nærri má geta að kröfunum er mjög
stilt í hóf.
í Finnlandi er samvinnuhreyfingin mjög sterk. Fje-
lagið heitir Pellervo og er stofnað 1899. Einn þriðji af
allri verslun landsins er í höndum samvinnufjelaga og
er það hlutfallslega meira en' í öðrum löndum álfunn-
ar. Af 651 mjólkurvinnustöðvum eru 60% rekin með
samvinnusniði.
Heimavinnu (heimilisiðnað) stunda Finnar af miklu
kappi og með mikilli prýði, sjerstaklega eru gólfábreið-
ur þeirra víðfrægar og hafa þeir um langan aldur not-
að í þær blandað efni: Ull og nautahár. Þeir eru snill-
ingar að fara með liti, enda er þjóðin listræn í eðli sínu.
Ferðamannafjelag Finna á margar gisti- og veitinga-
stöðvar til og frá um landið, þar gat allsstaðar að líta
heimavinnu á gólfum, fyrir gluggum, á borðum og
bekkjum. Stúdentar þjónuðu þar fyrir borðum, var það
gert bæði til þess að veita þeim atvinnu og til þess að
þeir með málakunnáttu gætu þjónað gestunum betur.
Hörrækt hefur verið stunduð' í Finnlandi frá ómuna-
tíð. Framleiðsla af hör og hampi var um 1914 rúmlega
miljón kg. Verksmiðjur eru þar margar, sem hreinsa
hörinn fyrir framleiðendur, en algengast er að gera það