Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 108
106
Hlín
á heimilunum og eru áhöd og vinnubrögð mjög einföld
og frumstæð.
Eyjabálkurinn Álandseyjar í Kyrjálabotni, milli Sví-
þjóðar og Finnlands, eru með samþykki Þjóðabanda-
lagsins og með þjóðaratkvséði 1920 ákveðnar að fylgja
Finnlandi. Það eru 150 bygðar eyjar með 27 þúsund í-
búa. Þar af 96% sænskutalandi. Hafa þeir ýms sjer-
rjettindi, eru einskonar lýðveldi í lýðveldinu, hafa
enga herskyldu og eru frjálsir með sitt tungumál,
sænskuna. — Mikil fjárrækt er í eyjuin þessum, gamli
fjárstofninn ræktaður með mikilli nákvæmni, ullin
þykir betri í heimilisiðnaðinn.
Finnar hafa frá fornu fari fram á þennan dag hald-
ið fast við sínar gömlu baðstojur, þar sem þeir svo að
segja daglega taka sjer gufubað. Það er ekki til svo fá-
tækt hreysi, að þar sje ekki til baðkofi. (Vatni helt á
hitaða steina). Böðin eru samgróin finsku þjóðlífi.
Finninn getur ekki verið án „Sauna“, hve fátæklegur
sem hann er, er hann sem helgur staður í augum Finn-
ans. Á olympisku leikjunum í sumar höfðu Finnar böð-
in sín til afnota og hafði þeim orðið víðförult þangað.
Ýmsar þjóðir leggja nú mikla áherslu á að koma sjer
upp gufuböðum að dæmi Finna. Ungmennafjelagi ís-
lands var á síðustu fjárlögum veittur 1200 kr. styrkur
til að koma upp gufubaðstöðum.
Eftir að Finnar fengu fult sjálfstæði hefur barátta
þeirra fyrir málinu, finskunni, stórum harðnað. Alt frá
því á 18. öld hafa hinir ágætustu ættjarðarvinir unnið
að endurreisn málsins, áður heyrðist hún aðeins „í
kirkjunum og í kotunum“. — Á vörum þjóðarinnar
lifðu stórmerkileg hetjukvæði frá fyrri öldum, „Kale-
vala“, 12000 vers. Eftir að þessi kvæðabálkur varð eign
þjóðarinnar að nýju, hreinsaðist málið og fegraðist.
„Málið er hreint, á mikinn orðaforða og er fast í allri
byggingu sinni, svo það er fullkomlega nothæft sem