Hlín - 01.01.1936, Síða 110
108
Hlín
Heilbrigðismál.
Lokuðu kirtlarnir og starfsemi þeirra.
Á víð og dreif um líkamann finnast svonefndir lok-
aðir kirtlar. Þeir eru að því leyti frábrugðnir öðrum
kirtlum, að þeir hafa ekkert sjerstakt frárensli. Þau
efni, sem í þeim myndast, fara ekki í gegnum göng,
sem opnast á vissum stöðum í líkamanum, eins og t. d.
á sjer stað með svitakirtla, munnvatnskirtla o. fl., held-
ur fara þau beint út í blóðið, sem síast í gegnum þá.
Þau efni, sem þessir lokuðu kirtlar framleiða, hafa
örfandi áhrif á starfsemi vissra líffæra og hafa því
fengið nafnið Hormon, grískt orð, sem þýðir að erta
eða örfa.
Læknavísindin hafa á seinni árum gert margar stór-
merkilegar uppgötvanir viðvíkjandi þessum lokuðu
kirtlum og starfsemi þeirra og þar með heppnast að
bæta úr og lækna ýmsa sjúkdóma, t. d. sykursýki, sjúk-
leika í eggjastokkunum o. fl. — Almenningur, sem oft-
ast lætur sig litlu skifta læknisfræðilegar nýjungar,
hefur með áhuga fylgst með þessum rannsóknum.
Sumir af lokuðu kirtlunum senda hormon sitt stöðugt
út í blóðið, en sumir geyma það sem aðra forðanær-
ingu, þangað til taugakerfið fyrirskipar að senda það
á ákveðinn stað í líkamanum eða í ákveðnum tilgangi.
— Hinum óþreytandi vísindamanrii hefur tekist að
rannsaka nokkur af þessum efnum, en margt er enn
óljóst um tilveru þeirra og hlutverk.
Heiladingullinn. (Hypofysis). Hann má kalla undur
náttúrunnar meðal kirtla. Hann liggur í beindæld í
botni hauskúpunnar, og er á stærð við ertu.. Hann
framleiðir 7 mismunandi hormon, sem öll hafa mjög
mikil áhrif á þrif líkamans. Eitt af þessum efnum nefn-