Hlín - 01.01.1936, Side 112
lio
tílín
færi manna og dýra heldur einnig á plönturnar. Það
hefur nú þegar um nokkurt skeið verið notað bæði af
garðyrkjumönnum og öðrum blómavinum, sem stórum
aukandi vöxt og viðgang blóma og plantna. Follikulin
er nú framleitt í verksmiðjum úr þvagi úr kálffullum
kúm og kvígum.
Þessar rannsóknir hafa líka gefið mönnum góða lex-
íu viðvíkjandi áburðarefnunum, og sanna að jafnvel
hinn besti tilbúni áburður getur aldrei jafnast á við
húsdýraáburðinn, því í honum er jafnan mjög mikið
af þvagi húsdýra, sem um meðgöngutíma sinn fram-
leiða mikið af þessu fyrir vöxt plantnanna svo dýr-
mæta efni. Það hefur líka kent mönnum hver nauð-
syn beri til að hirða einmitt þvagið sem áburðarefni.
Það er því ekki út í bláinn sagt þetta, sem gamla
egipska læknaritið heldur fram. Þýskur vísindamaður
hefur tekið sjer fyrir hendur að rannsaka þessa stað-
hæfingu. Hann sáði hveiti og byggi í þrjá potta með
vanalegri gróðrarmold og vökvaði einn með vatni, ann-
an með vanalegu þvagi og hinn þriðja með þvagi
barnshafandi konu. Munurinn var auðsær, það sem
vökvað var með vatni, óx lítið sem ekkert, það sem
vökvað var með vanalegu þvagi óx fyrst nokkuð, en
brann svo, eins og á sjer stað með þvagvökvun, en í
þriðja pottinum óx kornið og dafnaði. r
Þessi einkennilegu, og fyrir líkaman stórmerkilegu
efni, sem lokuðu kirtlarnir framleiða, eru að því leyti
frábrugðin vítamínunum, sem einnig eru líkamanum
ómissandi, að líkaminn sjálfur framleiðir þau, en víta-
mínin þurfa að fara gegnum plönturnar til þess að
verða okkur að notum. Bæði þessi efni eiga sammerkt
í því, að hafa áhrif á líffærin, þó í ótrúlega smáum
skömtum sje.
Margt er á tilraunastigi enn um þessi efni, en hinn