Hlín - 01.01.1936, Page 113
Hlín
111
árvakri og óþreytandi andi vísindamannanna vakir yf-
ir tilraununum, svo að öllu er óhætt.
Úr »Liv og sundhet«, dr. Haakon Natvik, »Lj ósmæðrablaðinu«
og »Skolköklararinnornas Tidning«, E. Adler.
Úr Mývatnssveit.*
Það er annað veifið verið að skora á sveitafólk að
senda blöðunum íslensku frjettapistla og annan fróð-
leik. Það fyrsta, sem margir athuga, eru smágreinar um
þau efni. Vitanlega flytja Útvarpið og síminn merkustu
viðburði yfir alt með nægum hraða, en eftir verður
margt smátt, sem er þó vert að minnast og geyma.
Eitt af því nýjasta nýja hjer uppi í fjallasveitinni er
það, að nú í sumar (1931) hefur 18 manna flokkur starfað
að því í júlí og ágúst, að tengja saman öll býli sveitar-
innar, nema éitt, með símaþráðum, festum á falleg, gul
trje, sem, þótt vanti bæði börk og greinar, líta út eins
og varðmenn og verndarvættir, þegar horft er eftir
beinni röð á sljettlendi. Þegar þetta og Útvarpið er
komið hingað á hala veraldar, norður við íshaf, eru
það mikil tímamót í sögu hverrar sveitar og á skilið að
vera minst og haldið á lofti.
Svo kom einn góðan veðurdag flugvjelin Svanurinn,
Álftin, og sveimaði á loftvegum og settist á heiðavatnið
blátt litla stund þegjandi. En ferðaröddin var nokkuð
harkalegri en svananna okkar, sísyngjandi í vetrar-
hörkunum, og engum tókst að ná í oddfjaðrir flugdrek-
ans og líta inn í salkynni íbúanna.
* Þessi litla grein hefur því miður fallið í gleymsku hjá mjer.
En þó hún sje þetta gömul, þá er hún vel þess verð að koma
fyrir almenningssjónir og — geymast. Ritstj.