Hlín - 01.01.1936, Síða 114
112
Hlín
Hugsið ekki heldur að nú sjeu uppfyltar allar óskir
manna, meðan rafljósin og hlýindin eru ekki unnin úr
öllum innsveitisfossunum okkar. En það mun verða
þrautin þyngri. — En nú þökkum við það sem fengið
er, landstjórninni og þessum prúðu og viðtalsgóðu
verkamönnum, sem unnu verk sitt með þolinmæði og
trúmensku, hvort sem var að grafa í mýrum eða
sprengja blágrýtiskletta. — Vonandi verður talsíminn
til þess kjörinn að tengja saman fólkið, því að nú skil-
ur ekki „hábrýnd heiðin11, er við heyrum nálega „hver
í öðrum hjartað slá.“
Ef dæma má eftir því, sem heyrist af fagnaðarkvéðj-
um, þar sem fólkið býður hvert annað velkomið í sím-
anum, með hamingjuóskum, býst jeg við að þann fögn-
uð vilji enginn láta taka frá sjer aftur í þessu bygðar-
lagi.
Þegar verkstjórinn setti talvjelina á vegginn, sagði
ein konan, að hann bljesi lifandi anda í hana. — Komu
mjer þá í hug blessuð börnin, sem áður voru látin
hlaupa með skilaboð bæja milli, og sagt að flýta sjer og
muna nú alt rjett.
X.
E R I N D I
Flutt á 25 ára afmœli Kvenfjelags Öxfirðinga 25. ágúst
1932 í Skólahúsi Öxfirðinga.
Heiðruðu gestir!
í nafni Kvenfjelags Öxfirðinga býð jeg ykkur öll
innilega velkomin hingað í dag. — Að þið eruð hingað
boðuð er nú í fyrsta lagi okkur sjálfum til ánægju, að
þið drekkið með okkur svolítinn kaffisopa í tilefni af
því, að kvenfjelagið okkar er búið að lifa og starfa í