Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 117
115
Hlín
blómskrúði og björtum nóttum, og öllu hinu marg-
þætta starfi lífsins. Hauströkkrin nálgast með ljúfsára
ró yfir runni og mó, og hvíld eftir annir og átök sum-
arsins í þarfir lífsbaráttunnar. — Svo þokumst við
hægt og hægt inn í skammdegismyrkrið, kuldaríki
vetrarins lykur um okkur. —
Við skulum gera þennan dag svo góðan, að hann
verði okkur öllum ein af góðu minningum sumarsins,
sem geta fylgt okkur og ylað inn í vetrarkuldann. Þá
væri okkar takmarki náð og meir en að fullu launað.
Að endingu segi jeg svo þesSa samkomu setta og bið
alla sem sungið geta að syngja þetta fallega, síunga
kvæði, sem altaf á jafn vel við, hvar sem vinir mæt-
ast: „Hvað er svo glatt“ o. s. frv.
H. G.
ÍSKOFT.
Það er þýðingarmeira en margur hyggur að geyma á
rjettan hátt ýmsan mat að sumrinu til, án þess að setja
hann í salt. Á jeg þar sjerstaklega við nýjan fisk og
nýtt kjöt. Á mínu heimili hefur verið notaður ís til að
geyma matvæli í síðastliðin 30 ár, og gæti jeg ekki
hugsað mjer að vera án hans. Seinni árin hef jeg not-
að gamla súrheysgryfju. Það var reft yfir hana og hún
þakin með torfi. Snjór hefir jafnan verið settur í gryfj-
una seinni part vetrar, inn um op, sem er á að giska
IV2 m. í þvermál. Þarf að smábæta í gryfjuna snjó
fyrstu dagana, eftir því sem hann sígur, og ganga svo
vel frá opinu með trjebretti yfir og torfi.
Þegar fiskurinn kemur hingað nýr, er hann látinn
þegar í stað í gryfjuna og grafinn dálítið ofan í ísinn,
steinbítur geymist vel í 10—12 daga, en fiskur ekki
8’