Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 118
116
Hlín
eins lengi. Kjötið frystum við í járnkassa með feldu
loki, sem stendur á ísnum í stærri trjekassa (má bara
vera trjegrind), sem verður að vera svo stór, að eitt
kvartil eða hálfalin sje á milli, þar er ísinn lítinn í
(mulinn sundur með reku) og salti stráð innanum. Það
verður að bæta salti og ís á fyrstu dagana, þar til kjöt-
ið er frosið, eftir það aðeins annan eða þriðja hvern
dag, eða eftir því sem inaður sjer að frostið helst við.
Jeg hef tekið eftir því, að fólk heldur að þetta sje
mikil fyrirhöfn, en svo er ekki. Jeg hef oft notað börn
og unglinga til að bæta á ísinn, með eftirliti. — Ef
menn hafa ekki járnkassa, má vel notast við tvær járn-
plötur, sem lagðar eru á ísinn og kjötið á milli, mulinn
ís og salt ofan á, ágætt að geyma fiskinn þannig líka.
Jeg er viss um, að gamlir, dimmir torfkofar eru til á
flestum sveitabæjum. Þeir eru góðir til ísgeymslunnar,
gott að þekja ísinn með heyrudda og torfi, svo hann
endist lengur.
Þessi aðferð, að geyma óskemdan, nýjan mat yfir
sumarið, er sama sem enginn kostnaður. Afsalt er víst
oí'tast hægt að fá ódýrt. — Jeg tel þetta smávægilega
fyrirhöfn, sem margborgar sig.
Allir hljóta að skilja, að hollari er nýr.matur en salt-
ur. Ef menn gerðu sjer það nægilega ljóst, tækju fnenn
þennan sið alment upp.
Sveitakona.
P. S.
Matarkartöflur, sem vilja fara að spíra, þegar út á
kemur, læt jeg í kassa og geymi í ískofanum, hef jeg
haft trjegrindur undir kassanum, svo hann standi ekki
á ísnum. Mjer hefur reynst þessi geymsla vel.