Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 122
120
Hlín
mátt til að sjá henni borgið, og þó hún yrði að fara hjeðan, —
en við þá hugsun fyltust augu hennar tárum —, myndi sjer
' verða eitthvað til. — Máske Guð tæki hana til sín, nú fanst
henni unaðslegt að hugsa til dauðans.
Hún stóð upp, það var farið að rjúka heima, þá var líka hús-
móðirin komin á fætur, því að hún klæddist ætíð um leið og hún
vakti eldastúlkuna. — GamLa konan gekk hægt heim á hlaðið,
þar stóð húsfreyja og gáði á hitamælirinn.
»Góðan daginn,« sagði gamla konan, það var eitthvað í mál-
róm hennar, sem kom húsmóðurinni til að líta við um leið og
hún tók undir, og svo bætti hún við: »Jeg held þú hafir yngst
um hálft ár síðan í gærkvöld, gamla mín!« — »Það er víst blíð-
viðrinu að þakka og blessuðu ljósinu«, sagði hin brosandi, og
leit til sólroðinna hnjúkanna. — »En veistu hvað við hjónin
vorum að tala um í gærkvöld?« sagði húsfreyja brosandi. »Við
vorum að ræða um þig.« — Gamla konan leit á hana með ang-
urblíðum svip. Nú kæmi það sjálfsagt, þau gætu ekki haft hana
iengur. »Okkur kom saman um að ráða þig áfrarn hjá okkur
með vissum skilmálum.« — Gamia konan rak upp stór augu. —
»Og hvernig?« — »Að þú farir aldrei frá okkur, meðan við lif-
um öll, jeg finn, að jeg saknaði þín af heimilinu, og þætti sárt
ef þjer iiði illa, svo áttu þessar fáu kindur þínar áfram þjer til
gamans, og við sjáum þjer fyrir fötum og fæði, það er að segja,
ef þú vilt vera hjá okkur.« — »Já, það vil jeg hjartans fegin.«
— »Jæja, þá komum við inn að drekka ráðningabollann,« sag'ði
húsfreyja glaðlega, um leið og hún sneri inn í bæinn. — Gamla
konan fylgdi á eftir henni, og með fegins rómi sagði hún í
liálfum hljóðum: »Guð minn, jcg þakka þjer af öllu mínu
hjarta«.
Austfvrsk kona.
Sitt af hverju.
Prrjónuná'msskeið. — Námsskeið í vjelprjóni var haldið á
Drangsnesi í Strandasýslu 23. febrúar til 21. mars s. 1. eða
fjórar vikur. 14 konur voru við námið, fjórar allan tímann, cn
hinar 10, sem áður höfðu lært eitthvað í vjelprjóni, voru tvær
vikur hver. Við liöfðum sex prjónavjelar til afnota, og' voru þær
jafnan í gangi fx-á kl. 9 á morgnana til kl. 5 e. h. á dag'inn með
litlu matai-hljei. Annanhvorn dag var jafnan æfður söngur frá
kl. 6—7, og stjónxaði því húsbóndinn, Jón Jónsson á Drangsnesi,