Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 123
Hlín
121
Eftir kvöldmatinn var sest við og saumað og sett saman prjón-
ið, og voru það jafnan ánægjulegar kvöldstundir, og jók það á
ánægjuna, ef Útvarpið hafði eitthvað skemtilegt að flytja. —
Starfið og námið gekk þarna með lífi og fjöri og mikið kapp
var í húsmæðrunum að vinna sem mest fyrir heimilin sín og
börnin. Má geta þess til dæmis, að prjónaðar voru 50 peysur af
ýmsri stærð og gerð og 9 ábreiður, en alls voru unnir 220 mun-
ir, sem lokið var við og sem settir voru upp á sýningu. Þessir
munir voru aðallega úr heimaunnu ullarbandi, en nokkuð úr
kambgarni frá verksmiðjunni Gefjun og nokkuð úr prjónatvisti,
sem Heimilisiðnaðarfjelag fslands útvegar. — Námsskeiðinu var
hrundið af stað fyrir atorku kvenfjelagsins »Snót« í Kaldrana-
nesshreppi, en formaður þess fjelags er frú Magndís Aradóttir;
hafði hún aðalvandann af námsskeiðinu og umsjón alla, og gerði
hún það með mestu prýði, ásamt manni sínum, Jóni P. Jónssyni,
sem auðsýnilega studdi hana til allra framkvæmda. — Einn
daginn, meðan námsskeiðið stóð yfir, var haldinn fundur í kven-
fjelaginu. Eftir ósk frú Magndísar flutti jeg þar erindi og'
fjöigaði fjelagskonum mikið þann dag.
í endir námsskeiðsins var haldin samkoma Og sýning á vinn-
unni og- söngflokkur söng. Loks var stiginn dans langt fram á
nótt. Hjelt svo hver heim til sín, með glaðar endurginningar frá
samverustundunum. Jónína S. Líndal, Lækjamóti.
F\rá Kvenfjelagi Torfalælcjarhrepps í Húnavat.nssýslu. — Síð-
astliðna 3 vetur höfum við haft vefjarkonu hjer í hreppnum,
sem hefur unnið að vefnaði fyrir fjelagskonur. Fyrstu 2 árin
óf hún fyrir okkur frá hátíðum til sumarmála, en síðastliðinn
vetur var hún ráðin í 5 mánuði. Sama stúlkan hefur verið öll
árin, Jóhanna- Þorsteinsdóttir frá Orrastöðum. Vefstólinn á
kvenfjelagið og hefur vefjarkonan hann með sjer, því hún vef-
ur til skiftis hjá okkur kvenfjelagskonunum; hver flytur frá
sjer, og greiðir sú kona, sem flutt er til, kaupið þann daginn,
cf unnið er hálfan dag.
Kaupgjaldið var fyrsta veturinn 1.00 á dag, en síðastliðna
tvo vetur greiddum við vefjarkonunni 1.50 í dagkaup. — Jó-
hanna hefur ofið 5—700 ál. á hverjum vetri yfir tímann. —
Það, sem ofið hefur verið er sem hjer segir: Altvistur, hvítur
og mislitur, alull, bæði hvítt og' mislitt, salonsofnar rúm- og'
bekkábreiður, borðdúkar og- pentudúkar, bekkjóttir, handklæði
og leirtauþurkur. — Vefjarkonan óf einn vef, alhvítan tvist,
einskeftu, 60 ál. ofan úr vefstól. Efnið í vefinn kostaði 16.00,
vinnan 9.00 Hún óf venjulega til jafnaðar 9 ál. á dag af ein-
L