Hlín - 01.01.1936, Side 125
Hlín
123
Úr Mývatnssveit. — Það er nú svo komið, að aigengasti skó-
fatnaður hjer, við alla útivinnu, alla tíma. árs, eru gúmmískðr.
Þeir voru af ýmsum gerðum, enda komnir bæði vestan úr Ame-
ríku og austan úr Japan. Hingað slæddust þó skór, sem voru
búnir til hjer á landi — úr bílslöngum — þóttu þeir sterkir, en
voru alldýrir, unnir af skósmiðum í kaupstöðum hjer nærlendis.
Við mynduðum samtök, nokkrir menn hjer í sveit, á síðast-
liðnu ári, um það að reyna að gera- þessa skógerð að heimilis-
iðnaði. Við pöntuðum efni frá Reykjavík og rjeðum kennara,
Signrð Jakobsson í Kollavík í Þistilfirði. Hann kom hingað 12.
nóv. sl. og tók til starfa næsta dag. Kendi hann skógerðina hjer
í Reykjahlíð hálfan mánuð og jafnlangan tíma í Vogum. Nem-
endur urðu alls 22, sóttu þeir námsskeiðið mjög misjafnan tíma,
en enginn þó lengur en hálfan mánuð. —
Fyrst varð að byrja á því að smíða trjemót, til þess að líma
skóna utan yfir. Varð að gera þau af ýmsum stærðum og' með
fleiri tilbreytingum.
Þá hófst sjálf skógerðin og voru alls unnin, undir tilsögn Sig'-
urðar, 160 pör af skóm. Og óhætt er að segja það, að allir, sem
tóku þótt í þessu námi, urðú færir um að búa til skó á eigin
hönd. Hafa líka flestir gert það síðan og' sumir kent öðrum.
Skórnir hafa. yfirleit líkað vel, bæði sterkir og' sniðnir vel við
hæfi notendanna, þar sem tekið var tillit til mjög mismunandi
lögun fóta, þegar mótin voru smíðuð. Við eig'um mótin í fjelagi
og ganga þau milli manna eftir þörfum
Tii notkunar í lausum snjó hafa sumir límt yfir ristina á
skónum, fer þá ekkert ofan í þá. Aðrir hafa límt ofan við þá í
sumar og gert þá að hnjeháum stígvjelum, til notkunar á vot-
engi, og hefur það gefist veh í vor hefi jeg' engan mann sjeð
hjer á útlendum gúmmískóm nýjum. Gúmmískógerðin er orðin
að heimilisiðnaði. Pétur Jónsson, Reykjahlíð.
Frá Heimilisiðnaðarfjelayi Norðurlands. — Að tilhlutun H.
N. var haldið 5 vikna námsskeið í netjagerð fyrir 6 unglings-
pilta sl. vetur á Akureyri. Þeir settu upp síldarnet og' gerðu við
net. Þeir unnu að þessu 10 tíma. í dag. Þessir piltar höfðu ekk-
crt að gera nema að vera á götunni, en þegar þeir voru búnjjr
að iæra þetta, fengu þeir allir eitthvað að gera og sumir hafa
verið við bætingar á netjum um sídartimann í sumar.
Kennari var Hallgrímur Stefánsson, hann lag'ði sig' mjög fram
því gúmmískór þykja að ýmsu leyti óhollir, ekki síst fyrir sjón-
ina. Ritstj.