Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 128
126
Hlín
göfgaðu jafnan Guð þinn og mann.
Göfgaðu jafnan Guð í eining,
hann er sem ræður heims öllum hring.
Hann er sem ræður himni og láð,
bið þú hann, því barn ert, að bæta þitt ráð.
Bið þú hann, því barn ert, að bæta þín mein
Hkams og sálar, svo hún verði hrein.
Líkams og sálar til lækningar þjer,
kom þú þar sem Kristur á krossinum er.
Kom þú þar sem Kristur á krossinum var,
hann þegar allar heimssyndir bar.
Hann þegar allra heimssynda galt,
þess offurs njótandi, það þigg þú alt.
Þess offurs njótandi þá verður þú.
Lærðu hans orðið og lifðu með trú.
Lærðu hans orðið, því lofað hefur hann
að veita þjer alt, er þú við þurfa kann.
Að veita þjer alt, er þú við þarft í heim,
láttu ekki lund þína laðast eftir seim.
Láttu ekki lund þína leiða’ þig góðu frá,
taum hafðu jafnan tungunni á.
Tungunni jafnan taiaðu með gott,
hafðu ekki á henni háð eða spott.
Hafðu ekki á henni hvað órjett er,
blót, eið og bakmælgi banna jeg þjer.
Blót, eið og bakmælgi banvæn er synd,
Krists orð og kenningu kastaðu ekki í vind.
Krists orð og kenningu, kæri, hafðu rjett,
gáðu að og gættu hvað Guð hefur sett.
Það bevísast þar með að þín trú sje rjett.
Það bevísast þar með, að þú sjert Guðs barn,
í ótta Drottins vertu, ölmusugjam.
1 ótta Drottins vertu, umber og líð
mótganginn alt eins og meðlætistíð.
Mótganginn allan með því yfir vinn,
hafðu þjer kæran krossbikarinn.
Hafðu þjer kæra Kristí und,
hugsaðu jafnan um heimferðar stund.
Hugsaðu jafnan heim í föðurland,
alt eins og annað aktaðu ekki grand.
Alt eins og annað yfirgefur þig
dauðinn þá kemur og sýna vill sig.